Thursday, March 20, 2014

Alþjóðlegi hamingjudagurinn

Þannig er það krakkar mínir að lífið er stutt!
Maður á ekki að eyða lífinu í áhyggjur og stress, fýlu og fúllyndi.
Á þriðjudaginn var ég fúla gellan. 
Ástæðan? Samblanda af mörgum smáum hlutum sem stækkuðu og stækkuðu í hausnum á mér og enduðu eins og Mount Everest, enginn kæmist yfir þessi vandamál og flækjur nema fuglinn fljúgandi. Með stresshnút í maga, fíl á herðunum og hund í mér eyddi ég heilum þriðjudegi (frídegi í þokkabót) í að vera fúl inni í mér. Ég var ekkert endilega að fýlast eitthvað útí aðra, en inní mér var leiðasti hundur í heimi, sem langaði bara að leggjast í kör.
Eftir gott samtal við góða vinkonu ákvað ég að þessum hundi þyrfti að hleypa út og viti menn, á miðvikudaginn vaknaði ég mun hressari. 

Í dag er alþjóðlegi dagur hamingjunnar. 
Mín ósk til ykkar er að þið eyðið restinni af deginum í að gera eitthvað sem gerir ykkur hamingjusöm. 
Hvort sem það sé að hreyfa ykkur, borða súkkulaði eða lesa góða bók. 
Öll höfum við mismunandi hluti sem gleðja okkur, það er ekki fyrir aðra að dæma.

Hvað gleður mig í dag?
Ég er búin að skila skattframtalinu (og það alveg sjálf í fyrsta sinn ever).
Ég er búin að fara í ræktina í dag.
Ég vaknaði með bros á vör í morgun (og fékk að sofa til að verða 10!)








-K
p.s. Ef allt annað bregst, hlustaðu þá á þetta lag