Tuesday, November 18, 2014

Refajól

Long time no blog! 
Ég er bara búin að vera á fullu að vinna og læra síðustu daga. Já og að ræktast! 
Ég missti 1 kg í síðustu vigtun (7. nóv) en það er sama helvítis kílóið og er búið að vera að koma og fara í að verða 2 mánuði. Ég ákvað að ég yrði nú eitthvað að gera til að sýna þessu kílói i tvo heimana og skráði mig hjá Hafdísi í einkaþjálfun þrisvar í viku. Fjarþjálfunin er búin að vera fín en það þarf að sýna þessari fitu hvar Davíð keypti ölið!

Ég byrja á morgun í einkó og stefni á að verða refur um jólin.

Ég er komin í mánaðar frí frá vinnunni og get þá einbeitt mér að því að læra og lesa fyrir prófin (já og auðvitað að mæta í ræktina)
14 dagar í fyrsta próf! úff úff

Fór í ræktina klukkan 6 í morgun og ég verð bara að segja að ég held að ég sé ekki hönnuð fyrir að fara svona snemma. Ég fór auðvitað allt of seint að sofa, en beilaði þó ekki og það er alltaf afrek fyrir sexuna ! 

Ef einhver á uppskrift af einhverju góðu og hollu til að koma manni í gegnum smákökuseasonið megið þið endilega senda það á mig! 

-K