Monday, August 18, 2014

Áskorun vikunnar

Það gengur allt ótrúlega vel þessa dagana. 
Matarræðið nokkuð gott og mér líður bara vel!
Mér finnst gaman að mæta á æfingar og þarf ekkert að drösla mér í ræktina, ég skoppa bara hress og kát þangað.

Áskorun síðustu viku var að fara oftar í Zumba.
Ég fór fjórum sinnum í Zumba í vikunni, ásamt því að taka lyftingarprógrammið með. 

Áskorun vikunnar er að borða meira grænmeti!

Ég er einfaldlega allt of löt við það. 

Ég veit ekkert hvernig vigtin stendur, ég er nefnilega í vigtunarbanni þangað til 29. ágúst.
Það verður spennandi að sjá hvað vigtin og mælingarnar hafa uppá að bjóða þá. Er mest að spá í cm og fituprósentu þessa dagana. Þið biðjið með mér að þetta sé á niðurleið! 

-K