1.-4. Hitti þessar yndislegu dömur og átti góðann dinner og spjall með þeim! Sætust er hún stuðdóttir mín, Alma Rut!
1. Sunnudagskaffi hjá ömmu og afa. Það er kaffi á hverjum sunnudegi hjá þeim. Ég verð alltaf leið þegar ég kemst ekki, og kem endurnærð inn í nýja viku eftir góðann sunnudag með fjölskyldunni!
2. Daman drullaði sér í ræktina, það er svo mikil saga til næsta bæjar að það verðskuldar mynd!
3. Finnst þessi kúpa algjört krútt! Hana er að finna í líffærafræðibókinni minni.
4. Palli Skúla gerir rosalega leiðinlegar greinar sem ég þarf að lesa fyrir Heimspekileg Forspjallavísindi. Má ég þá biðja um tíu líffærafræðitíma í stað eins Heimspeki tíma?!
1. Vikan byrjaði svo vel! Keypti mér armband á októberfest hjá Háskólanum, sem ég svo seldi í gær því ég þarf að vinna og læra (í hundraðasta veldi)
2. og 3. Fór á nýnemadjamm með hjúkkunum, þar sést mynd af mér og Guðný, og svo mynd af mér að drekka eplasnafs úr þvagpoka, JÖMMÍ!
4. Minn heittelskaði kærasti, Kiddi, og ég á góðri stundu á djamminu um helgina.
Trúi því varla að það sé kominn fimmtudagur! Hvert fara dagarnir eiginlega? Í kvöld hitti ég yndislegu vinkonur mínar í dinner og á morgun er staffapartý með Sóltúns skvísunum mínum. (svo er heavy lærdómur þarna inní)
Lífið er ljúft!
-K