Saturday, September 14, 2013

Erfiðasta valið!


Það erfiðasta sem hægt er að velja um eru hvaða gleraugu skal kaupa!
Þegar að maður er eins og ég, með sjón í verra lagi, þá er allt annað en ódýrt að kaupa sér briller, því verður að vanda valið. Ég fór og mátaði nokkrar umgjarðir um daginn, en endaði auðvitað á að máta bara þær sem eru nánast alveg eins og núverandi gleraugun mín! Ég held ég þurfi að kíkja í aðeins fleiri gleraugnabúðir áður en ég tek ákvörðun!

 Afrakstur úr einni búð

Núverandi gleraugun!

Kveðja ein óákveðin!
-K


Thursday, September 12, 2013

Síðasta vika í myndum

1.-4. Hitti þessar yndislegu dömur og átti góðann dinner og spjall með þeim! Sætust er hún stuðdóttir mín, Alma Rut!

1. Sunnudagskaffi hjá ömmu og afa. Það er kaffi á hverjum sunnudegi hjá þeim. Ég verð alltaf leið þegar ég kemst ekki, og kem endurnærð inn í nýja viku eftir góðann sunnudag með fjölskyldunni!
2. Daman drullaði sér í ræktina, það er svo mikil saga til næsta bæjar að það verðskuldar mynd!
3. Finnst þessi kúpa algjört krútt! Hana er að finna í líffærafræðibókinni minni.
4. Palli Skúla gerir rosalega leiðinlegar greinar sem ég þarf að lesa fyrir Heimspekileg Forspjallavísindi. Má ég þá biðja um tíu líffærafræðitíma í stað eins Heimspeki tíma?!

1. Vikan byrjaði svo vel! Keypti mér armband á októberfest hjá Háskólanum, sem ég svo seldi í gær því ég þarf að vinna og læra (í hundraðasta veldi)
2. og 3. Fór á nýnemadjamm með hjúkkunum, þar sést mynd af mér og Guðný, og svo mynd af mér að drekka eplasnafs úr þvagpoka, JÖMMÍ!
4. Minn heittelskaði kærasti, Kiddi, og ég á góðri stundu á djamminu um helgina. 

Trúi því varla að það sé kominn fimmtudagur! Hvert fara dagarnir eiginlega? Í kvöld hitti ég yndislegu vinkonur mínar í dinner og á morgun er staffapartý með Sóltúns skvísunum mínum. (svo er heavy lærdómur þarna inní)
Lífið er ljúft!
-K

She's at it again!

Heil og sæl, hver sem er þarna úti!
Nú þykist ég, Kolbrún Gunnars, ætla að fara að blogga enn og aftur. 
Ætli þetta sé blogg númer 50 sem ég stofna? 
Lífið sem ég er stundum skrítið, stundum voðalega viðburðarlítið og af og til hálf asnalegt! 
Hinsvegar hef ég of mikla tjáningarþörf til þess að eiga ekki blogg. Facebook er einfaldlega of lítið fyrir mig!

Hér er mynd af kjánakrúttuðum sumar hvolpi til að bæta daginn!
-K