Það var vigtun og mælingar í dag og ég er bara nokkuð sátt!
Ég var fyrst eitthvað pirruð því að ég léttist bara um 200 gr, en eftir sannfæringu frá þjálfaranum mínum ákvað ég að ég hafi staðið mig vel þennan mánuðinn. Ég er líka búin að bæta á mig 1,5 kg í vöðvamassa á einum mánuði svo að prógrammið fyrir september verður með aukinni brennslu (sem mér hefur verið lofað að verði skemmtileg þar sem að mér þykir það afskaplega leiðinlegt að eyða tímanum á bretti, skíða- og stigavél).
Ég lækkaði um 2% í fitu og minnkaði helling í cm, t.d. 4 cm af kviðnum. Flest allt er að minnka hjá mér. Nema rassinn.
Hann virðist ætla að halda sér blessaður! Hann er samt orðin mun lögulegri eftir þessa 3 mánuði af dugnaði. Ég þarf nefnilega víst að hafa rassinn í standi, þar sem brjóstin eru eitthvað takmarkað til staðar hér á bæ!
Við Hafdís ákváðum að hér eftir yrði vigtun og mælingar á tveggja vikna fresti, til að halda mér á tánum. Næsta vigtun er 15. september og svo á sjálfann afmælisdaginn þann 29. september.
Þessi speki á alltaf vel við og ég set með eina árangursmynd.
-5 kg á milli mynda