Í prófatíð er nauðsynlegt að vera með plan!
Í gær var FISKIFÝLA inni á lesstofu. Það er tvennt í stöðunni.
a) Einhver var að borða harðfisk
b) háskóladömurnar eru almennt hættar að þrífa sig!
Klukkan hálf níu á föstudagsmorgun var strákurinn við hliðina á mér að gæða sér á heimatilbúnu pasta með gráðostasósu. Er það ekki bannað?! Ég var með mygluostafýluna í nefinu langt fram eftir degi.
Einnig finnst mér mjög vafasamt að fá sér pasta svona snemma að morgni, það er eitthvað gruggugt við þennann náunga.
Í gær var FISKIFÝLA inni á lesstofu. Það er tvennt í stöðunni.
a) Einhver var að borða harðfisk
b) háskóladömurnar eru almennt hættar að þrífa sig!
Klukkan hálf níu á föstudagsmorgun var strákurinn við hliðina á mér að gæða sér á heimatilbúnu pasta með gráðostasósu. Er það ekki bannað?! Ég var með mygluostafýluna í nefinu langt fram eftir degi.
Einnig finnst mér mjög vafasamt að fá sér pasta svona snemma að morgni, það er eitthvað gruggugt við þennann náunga.
Ég er hinsvegar alltaf með survival pack með mér þegar ég fer upp á lesstofu að reyna að kramma inn lærdóminum
Hlýjir sokkar.
Mér verður svo oft kalt og hvað þá þegar ég sit kyrr að lesa!
Ég reyni líka að muna eftir inniskónum mínum, svo gott þegar maður þarf að skreppa fram, nennir ekki í skóna og vill ekki vera manneskjan sem gengur um ganga Háskólatorgs skólaus.
Góður handáburður, ekkert verra en þurrar hendur!
Hlý auka peysa!
Eins og áður hefur komið fram er mér voða kalt þegar ég er að læra
Góður varasalvi, maður þornar svo upp í háskólanum. Þurrt háskólaloft í bland við svita, tár og hósta frá öðrum námsmönnum.
Einstöku trít í hádeginu eða kvöldmatnum!
Það að fara út af lesstofunni getur gert ansi mikið fyrir sálartetrið (og mallakút)
Hafa eitthvað að gera inn á milli.
Mér finnst voða fínt að teikna í lærdómspásum.
Ef ég fer að horfa á þátt í hálftíma þá flýgur heilinn á mér of langt burt.
Góður morgunmatur sem endist manni áfram.
Maður hefur engann tíma til að vera síétandi!
Hámark
Auðveldasti maturinn, tekur eina mínútu að drekka og maður verður saddur.
Eitthvað til að hlakka til.
Elsku jólasmákökurnar frá mömmu, þær lækna öll andleg vandamál! (nema kannski fitu-complexa)
Ég hlakka svolítið til að sjá hvað ég fæ í skóinn á aðfangadag frá Setbergs-sveinka!
Ég er nú einu sinni litla barnið og það má ekki rjúfa hefðina.
Gangi ykkur öllum vel í prófunum kæru námsmenn.
Þið hin, gangi ykkur vel að finna jólagjafir, hlusta á jólatónlist, borða mandarínur og smákökur og að njóta lífsins í desember!
-K