Saturday, January 18, 2014

Retail Therapy

Stundum er ég hálf klikkuð!
Eftir að hafa skutlað Freyju heim eftir djamm-gistinótt á Bergþórugötunni þá kom eitthvað lag sem ég hef aldrei heyrt áður í útvarpinu. Án þess að spá mikið í laginu þá var eitthvað við melodíuna í því sem að lét mig bara fara að skæla! Það gæti spilað inn í að hafa verið hálf þunn og leið í vinnu (mig langaði einfaldlega miklu frekar að slæpast þennann sólríka laugardag).

Heppnin var þó með mér því að ég hafði farið í undirbúningsvinnu fyrir verslunar-þerapíu. Ég kom nefnilega við í Smáralindinni áður en ég skutlaði Freyju upp í Hafnarfjörð og keypti mér veski og hálsmen. Þegar ég kom svo heim til að klæða mig í vinnugallann gat ég glatt mitt litla kaupsjúka hjarta með því að raða kortunum í nýja veskið.

Þetta fína veski og fína hálsmen munu koma mér í gegnum restina af mánuðinum. 

Mér til varnar þurfti ég sárlega á nýju veski að halda þar sem að buddan sem ég var með var orðin vandræðalega mikið slitin. Það var orðið hálf kjánalegt að draga upp budduna í búðum.
Eins og sjá má var buddan, sem er afar stylish og keypt í Tuska í Hveró, orðin svo slitin að hún er meira gat en ekki. 

Vinnuhelgi númer fimm í röð að klárast, ein eftir og svo fæ ég mína gloríus fríhelgi. 
Ætla að skjótast heim í sunnudagsmat til mömmu og pabba á morgun eftir vinnu. Það sem ég hlakka til!

Eigið notalegt laugardagskvöld kæra fólk. 
-K


Tuesday, January 14, 2014

Góðverk dagsins

Góðverk dagsins framkvæmdi ég hvorki meira né minna en klukkan 6:30 í morgun!
Ég og Kristín Dís ætluðum að rúlla í ræktina að rífa í lóðin þegar að kínversk hjón stóðu á vitastíg og  voru gjörsamlega týnd. Kristín talaði við þau og hún með sína enskukunnáttu og þau með sinn skemmtilega hreim endaði í því að Kristín taldi það fyrir víst að þau væru að leita að "gymnasium" (s.s. ræktinni). 
Þau máttu aldeilis fá far en svo kom í ljós að þau voru að fara á Reykjarvíkur flugvöll en ekki í leit að rækt. Sem betur fer fattaðist það áður en að við vorum komnar að Reebok Fitness svo að við vippuðum þeim upp á flugvöll og við brunuðum sáttar með okkur í ræktina. 

Ég er í 11 daga vaktatörn núna og er örlítið þreytt! En mikið er ég þakklát að hafa fengið meiri vinnu í Sóltúni fyrst að ég komst ekki áfram í skólanum.

Ég fékk kitl í magann þegar að ég sá að er komin sería þrjú af Girls, og það þrír þættir í einu! ííískr.
Letikvöld here I come! 


-K