Wednesday, July 2, 2014

Þegar ég verð stór

Það er svo margt sem mig langar að geta þegar að ég verð "stór" (ég set gæsalappir hér þar sem að líkur mínar á að verða nokkurtíman stór eru ekki miklar, nema að það sé á þvervegin þá þar sem að ég er nokkuð góð í því).

En þegar að ég verð fullorðin, hvenær sem það nú er, langar mig að kunna ótrúlega margt.
Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að pabbar og mömmur kunni allt og að líklega fái maður handbók þegar að farið er heim af fæðingardeildinni. Í þessari handbók læra pabbar allt sem þeir þurfa að kunna um viðhald á húsi, endurbætingar innanhúss og í bílaviðgerðum á meðan að mæðurnar læri að sauma, prjóna, hekla, elda, læri allt um geymslu á mat og kunni allt í einu að lesa þvottaleiðbeiningar á fötum (eina sem ég kann í dag er að lesa mér til um hitastigið sem flíkin skal vera þvegin á). 
Auðvitað eru þetta alveg ótrúlega mikið kynjamisrétti og steríótýpulegt af mér. Afsakið fyrirfram!

Eftir að vinir mínir hafa hafið sínar barneignir, uppeldi og húsnæðiskaup hefur hinsvegar barnaleg tröllatrú mín á mæðrum og feðrum horfið. Svo virðist, þó ótrúlegt sé, sem að mömmurnar í hópnum kunni bara ekkert frekar að sauma og elda og pabbarnir virðast ekkert tilbúnir að leggja parket og endur innrétta baðherbergi. 

Líklega hefur kreppan og fjárskortur í heilbrigðiskerfinu gert það að verkum að ekki eru lengur gefnar út þessar handbækur handa nýbökuðum foreldrum.

Þannig standa málin nú til dags að líklega þarf maður að læra þetta sjálfur!
Það sem mér þykir nauðsynlegt að kunna áður en ég fer að huga að barneignum og búskap er ansi langur listi. 
Ég þarf nefnilega að kunna skyndihjálp, norsku/sænsku, táknmál, fullkomna stafsetningu, að elda grjónagraut, að skera út í við, að elda hamborgarhrygg, að brúna kartöflur, að gera við föt, að sauma föt, að prjóna ungbarngalla og lopapeysur, að ná blettum úr fötum, að skúra veggi og loft, að hugga börn og þar sem að ég er nýaldar kona finnst mér ég líka þurfa að kunna pabba verkin.
Ég vil kunna að skipta um olíu, skipta um bremsuklossa, smíða pall, bera á pall, þrífa grillið, skipta um kút á grillinu, smíða kofa, gera við þvottavélar, leggja parket, rífa innréttingar, setja upp innréttingar, skipta um rúðugler, laga þakið,  bora í veggi og allt sem kemur garðviðhaldi við.

Æ, mér sýnist á þessu að ég verði aldrei fullorðin. Nema að þið vitið um námskeið sem kemur inná allt þetta. Endilega látið mig vita ef þið nennið að kenna mér eitthvað af þessu! Mest væri ég til í að kunna táknmál og að skipta um bremsuklossa (bévítans klossarnir virðast alltaf vera vandamál hjá öllum).

-K

Tuesday, July 1, 2014

Gold Dipped

Þessa dagana er ég búin að vera obsessed yfir öllu sem er Gold-dipped!
Pinterest er með helling af fallegum DIY sem maður getur gert.
Þessar eru nokkrar uppáhalds














Rúsínan í pylsuendanum eru þessir fallegu stólar



Mig langar alveg ótrúlega mikið að gera einn svona fínann, væri ágætur inn í herbergi til að henda fötum og öðru drasli á!

Nú þarf ég bara að komast í góða hirðinn og finna rétta stólinn 

-K