Alltaf er ég jafn andlaus um hvað skal borða í kvöldmatinn!
Ekki snýst mitt andleysi um hvað skal elda, heldur um hvaða stað ég eigi nú að borða á, eða hvort ég eigi bara að fá mér jógúrt.
Ég prófaði að elda Heilhveiti pasta með kjúklingi og hvítlauks og villisveppa létt-smurosta sósu.
Það var vægast sagt vont! Ekki veit ég hvort það hafi verið vegna þess að pastað var keypt í heilsurekkanum eða vegna þess að sósan var gerð úr einhverju í ísskápnum, en það var ekki mikið borðað af því.
Gærkvöldið var sem sagt annað skiptið sem að ég prófaði að elda síðan að ég flutti á Bergþórugötuna. Fyrri máltíðin var hamborgari. Ég þurfti sem sagt að reyk-ræsta íbúðina eftir að hafa steikt borgarann og ég er nokkuð viss um að öll fötin mín lykti eins og burger ennþá.
Ég er alveg búin að sjá það út að ég þarf að fara að kíkja í heimsókn á vini og vandamenn rétt fyrir kvöldmat, svo þau neyðist til þess að bjóða mér að borða með þeim! Verra er að ég þarf að fara að eignast fleiri vini í Reykjavíkinni, þá vini sem elda! Hekla mín freistar mín ekkert sérlega mikið með hrökkbrauði með tómötum.
Það er annað hvort það eða að semja við nágrannana um að elda pínulítið meira og senda til mín. Svona eins og gamla fólkið fær sumt sent, meals on wheels dæmi.
Það er bara x mikið sem maður getur í sig látið af Subway og Serrano til skiptis! Dominos var inni í þessari jöfnu en við erum komin í pásu frá hvort öðru, að minnsta kosti til 1. janúars, en helst þangað til að ég verð fertug
! Fjárans Dommi veit samt alveg hvernig á að freista mín! Ég ákvað á sunnudaginn að nú skildi ekki vera borðað meira af dominos pizzu, og þá smellir hann MegaViku í fésið á mér.
! Fjárans Dommi veit samt alveg hvernig á að freista mín! Ég ákvað á sunnudaginn að nú skildi ekki vera borðað meira af dominos pizzu, og þá smellir hann MegaViku í fésið á mér.
Hann er kræfur elskhugi hann Dommi minn.
Ó hvað ég þrái grillað folaldakjöt með brúnni sósu, ofnbökuðum kartöflum og grænmeti, en ætli það verði ekki Subway fyrir valinu í kvöld!
Ég eyði ekki tíma mínum aftur í að elda eitthvað óætt.
-K