Friday, January 3, 2014

Allt sem þú ert í dag, eru afleiðingar hugsanna þinna

Stundum les maður eitthvað sem virkilega hreyfir við innra sjálfinu og lætur mann hugsa!
Ég las þennann pistil og ég verð bara að segja, vá! 
Þessi setning: "Allt sem þú ert í dag, eru afleiðingar hugsanna þinna"
Þessi setning summar nákvæmlega upp allt sem ég er búin að vera að hugsa um síðustu daga. Útkoma lífsins fer allt eftir viðhorfi manns gagnvart öllu. Öllu sem gerist, öllu sem aðrir gera manni, öllu sem manni langar að gera. 

I have the power to change my life!

Þetta er komið í desktop hjá mér, til að minna mig á!

Að allt öðru, að þá kíkti ég í góðann göngutúr í dag um miðbæinn. Vá hvað það var yndislegt veður, og mér finnst æði að sjá borgina lifna svona við. Það voru allir svo rólegir, allir komnir út úr jólastressinu og eru að njóta nýja ársins. 
-K

Thursday, January 2, 2014

Velkomið vertu 2014!

Þá er komið árið 2014 kæru vinir (svona ef einhver er búin/nn að vera í dái í einhvern tíma, var ekki alveg viss og ákvað að kíkja á bloggið mitt til að fá staðfestingu á því hvaða ár væri runnið upp).

Þetta ár verður árið mitt. (segir maður það ekki alltaf?) Þetta ár er samt slétt tala, og einhverra hluta vegna eru sléttar tölur bara betri en oddatölur. Ekki veit ég af hverju mér finnst þetta þar sem ég er sjálf fædd á oddatöludegi, í oddatölumánuði á oddatöluári!
Hver er sinnar gæfu smiður og ég ætla að gera mitt allra besta í að nýta árið til hinns fyllsta.
Að vísu byrja ég árið á sex daga fríi með ekkert planað nema hreyfingu og slökun. (falið hjálparkall, vinsamlegast einhver að biðja mig um að koma að gera eitthvað skemmtilegt).
Árið 2014 ætla ég að rækta sjálfið, vera hamingjusöm og fara í amk eina utanlandsferð.
Mig langar að geta tekið á móti því sem verður á minni leið á árinu af æðruleysi og ég ætla ekki að láta gjörðir annara hafa áhrif á hvernig mér líður.


Nú fara útsölurnar að byrja og þá verður fröken Kolbrún að halda sig sem lengst frá búðunum! 
Ég er nefnilega útsölufíkill og geri sjaldan góð kaup á þeim því að ég kaupi allt of mikið af fötum sem ég "fer örugglega í" en geri aldrei. Þið hin sem kunnið að nýta rökrétta hugsun á útsölubrjálæðinu, kaupið ykkur eitthvað ótrúlega fallegt, þið eigið það skilið!

Það er hefð í minni fjölskyldu að horfa á Rúv á miðnætti, sjá gamla árið fjara út á skjánum og það nýja koma af krafti. Ég gerði það að sjálfsögðu um áramótin og ég verð að segja að þrátt fyrir að 2013 hafi verið stórgott ár kveð ég það án trega! Ég veit nefnilega að 2014 verður einfaldlega miklu, miklu betra! Auðvitað getur maður orðið fyrir áföllum á árinu en það er hvernig viðhorf maður hefur til erfiðleikana sem skiptir máli. Á árinu verð ég til dæmis gallblöðrunni fátækari, þá hlýt ég að léttast um einhver 300 gr! 
Always look on the bright side of life.

Verið góð við hvort annað krúttin mín
-K

Sunday, December 29, 2013

Árið gert upp

Það gerðist margt á árinu 2013.
Sumt var skemmtilegt og sumt var ekki eins ljúft.

Ég byrjaði árið á að kaupa mér nýjann síma. 
Þá ákvörðun harma ég ekki! Þvílík snilld sem þetta tæki er. 

Í janúar skrapp ég einnig til Akureyrar til Stínu minnar. Hún er flutt frá Ak city svo nú þarf ég að finna mér nýja vinkonu í þeim ágæta bæ. Því ég er Akureyrar óð! 
Við náum alltaf að bralla margt ansi skondið saman og við erum líka rosalega góðar í að borða bara óhollt heila helgi Jafnvel lifa bara á nammi í 72 klst.

Ég varð guðmóðir (eiginlega samt stuðmóðir) þessarar fallegu dömu


Í mars skrapp ég í bústað með nokkrum vitleysingum. Þar var etið, drukkið og legið í leti! 

Við dömurnar erum í sundbolum af ömmu hennar Júlíu, það fannst okkur alveg drep fyndið og fórum helst ekki úr þeim alla helgina. 



Það var ýmislegt brallað í vinnunni á árinu!

Ég fékk að taka blóðprufu úr hjúkrunarfræðingi í vinnunni

Brugðið á leik á næturvakt. 

Ég fékk að sprauta hjúkrunarfræðing 

Fjör á næturvakt.

Það var farið hamförum í eldhúsinu á árinu


 Við getum allavegana verið viss um að ég vann ekki MasterChef Iceland!

Svo komu páskarnir

Það var að sjálfsögðu etið páskaegg

 Þessar vinkonur skelltu sér á Aldrei fór ég Suður


@kolbrungunnars komst í Monitor með mynd af Valdimar á AFÉS

Við Herkúles áttum góðar stundir saman á árinu






Það voru bílaskipti á árinu

Gamli rauður var seldur í brotajárn, blessuð sé minning hans.

Þessi 13 ára eðal drossía sem gengur undir nafninu Grási var keyptur í staðinn

Í maí var mikið fjör
Við Hekla skelltum okkur til Akureyrar að hitta Stine. 

Ak city

Það var Reunion hjá '89 árgangnum í Þorlákshöfn

Ljótufataþema í ratleik 89 árgangsins
Við Kristín á góðri stundu á Reunion ballinu

Í ár fékk ég mitt fyrsta alvöru sumarfrí. Hvorki meira né minna en 5 vikur!
Það var farið Suðurlandsrúnt með þessum dömum

Gæðastundir með systu

Ég fór í fyrsta sinn ever í Nauthólsvík. Já, ég er úr Þorlákshöfn, okei?

Tekið við Gullfoss


Við dömur héldum dag helgaðann húllumhæi!
Við prófuðum vatnaboltana í fjölskyldu garðinum

Sá dagur fékk nafngiftina Hamingjan og það er mikil tilhlökkun í Hamingjuna 2014!
Við fórum út að borða á Ítalíu í lok kvölds og enduðum daginn á stórgóðu djammi!

Það var drukkið mikið af sommersby

Við skruppum í spa og fengum okkur dýrindis áfengar veigar þar.

Mikið eytt á barnum í girnilega kokteila



Meiri sommersby

Ég fór á OMAM tónleikana sem haldnir voru í sumar

Ég smakkaði Sushi í fyrsta sinn ever

Keypti mér þessa ágætu skó og skellti mér upp á Esjuna í fyrsta sinn!


Ég fór á Mýrarboltann um verslunarmannahelgina. 
Það var mikið gaman og ég ætla að leyfa mér að segja að þetta hafi verið jafnvel skemmtilegra en Þjóðhátíð! 

Hej Allihopa fyrir fyrsta leik

Við Hekla fórum á Grenivík í sumar að heimsækja Kristínu enn og aftur. 
Hún var þar í vinnu sem húsvörður í sundlauginni og í vinnu á leikskólanum. 
Þetta var mikið gleðiferð og kom skyndilega upp á borðið þegar að við Hekla vorum að mygla yfir grámanum á suðurlandinu. Kristín var dugleg að monta sig af góða veðrinu svo við ákváðum bara að keyra í sólina!
Ég veiddi ekkert. Ekki einu sinni gamalt stígvél!
Hekla aflakló veiddi hinsvegar þrjá !

Ég afrekaði það að vera krikketmeistari Grenivíkur (við vorum að vísu bara þrjár að keppa)

Við eyddum 90% tímans á Grenivík í lauginni. 
Grenivíkurlaugin á ansi mikið af skemmtilegu dóti og það var að sjálfsögðu brugðið á leik með það

Heilsan var góð fyrir utan smá vesen!
Ég var svo lukkuleg að fá gallsteina og nú bíð ég róleg eftir að vera kölluð inn í aðgerð. 
Þeir ætla sér nefnilega á nýju ári að soga gallblöðruna á mér út um naflann á mér. Hversu klikkað!
Til að rannsaka hvað var að mér í maganum þurfti ég að fara í blóðprufu. Ég er nokkuð viss um að það sé mín fyrsta blóðprufa á lífsleiðinni. Ég var dugleg og meiddi mig ekkert, en Helgi læknir gaf mér samt engann sleikjó!

Í september tók alvaran við


Ég byrjaði í Háskóla Íslands í hjúkrunarfræði
 Það virðist vera svo stutt síðan að ég fékk þetta bréf inn um lúguna.
Nú er ég að bíða með kúkinn í buxunum eftir því hvort ég komist áfram í gegnum Klásus eða ekki! 

Það var mikið lært á önninni og oft ekki létt að troða þetta miklu magni af nýjum upplýsingum inn í litla heilann minn.


Ég fékk líka að hitta þennann ágæta félaga, ásamt því að fá að halda á mannsheila!

Ég varð víst árinu eldri og fagnaði 24 ára afmælinu mínu

Daman með gleraugu frá Grétu og í Hipster outfitti, enda Hipster þema

Hipsterar drekka ekki úr glösum, þeir drekka úr krukkum!

Hárbreytingar urðu á árinu
Hárið fékk að fjúka fyrir sumarið. 

Sátt og dömuleg með hálfstutt!

Það urðu bæði breytingar á hjúskaparstöðu og búsetu

Ég flutti frá Sjávargötunni í stúdíóíbúð á Bergþórugötunni

Ég kann nokkuð vel við mig hérna í skonsunni!

Það var ýmislegt brallað á árinu sér til dundurs

Ég teiknaði í lestrarpásunum mínum


Svo er daman búin að læra að hekla og stefnir í þetta líka fína rúmteppi fyrir árið 2015! 

Ég prófaði bogfimi í fyrsta sinn og var hreinlega ekki svo slæm!

Það var auðvitað djammað nokkur djömm












Svo fékk ég mér ný gleraugu


Að lokum hélt ég Gleðileg Jól með fjölskyldunni

Þetta er búið að vera ágætis ár þrátt fyrir miklar breytingar.
Ég stóð að sjálfsögðu ekki við áramótaheit síðasta árs, að prófa einhverskonar box fyrir 1. jan 2014! Áramótaheit eru til þess að brjóta þau svo ég veit ekki hvort maður ætti að setja sér einhver fyrir komandi ár. Ætli markmið séu ekki betra orð fyrir það sem ég vil fá út úr 2014.

Takk fyrir frábærar stundir á líðandi ári elsku vinir. Takk fyrir heimsóknirnar á bloggið og lesturinn!

-K