Monday, September 28, 2015

25 for a day

Enn og aftur er afmælisdagurinn að renna upp. 
Èg er lukkuleg að vera mikill unnandi afmæla og að vera umfram allt afmælisprinsessa, en ekki að fríka yfir rísandi aldri. Það eru svo mikil forrèttindi að fá að vera til!
26 verð èg víst á morgun, 29.09.
Í fyrra átti èg mèr alls kyns drauma um að verða komin með þvottabretti og skornar hendur, sem hefði líklega vel getað gerst... Ef èg væri ekki svona svakalegur súkkulaði grís! Èg ætla samt ekkert að gráta mig í svefn yfir að vera ekki í sama formi og èg var í 2014... èg horfi fram á veginn og reyni bara að bæta mig. 
Èg tók mèr frí frá fjarþjálfun jan-maí en byrjaði aftur hjá Hafdísi í júní. Amen og haleluja hvað það munar svakalega að hafa prógramm og einhvern til að hvetja mann áfram. (Mæli btw með að adda henni á snap! hafdisbk, skemmtileg hjá henni snöppin) Hún hlýtur samt bráðum að fara að verða leið á mèr... Èg get svo vel gert upp á bak í matarræðinu stundum.
Èg sá samt vel hvað ég get vel gert þetta þegar að èg missti 2.1 kg á 1 viku, bara á því að mæta í ræktina 6x yfir vikuna og borða hollt (ekki 1 súkkulaðibiti takkfyrirtakk!) 


Það verður lètt kökuboð á morgun og svo gott stelpu partý á laugardag til að fagna árunum 26. 
Keypti mèr afmælisgjöf frá mèr til mín um helgina.

Að lokum ætla èg að benda meðlimum í aðdáendaklúbbi gamla góða ananas hlunksins að ananas amino energy smakkast alveg eins og hann. Þvílíkur unaður!

Læt í mèr heyra hvernig nýji aldurinn fer með mig

-K