Saturday, December 7, 2013

Snjóhúsa atvikið

Í tilefni snjóstormsins sem á að geysa um suðurlandið í dag langaði mig að deila traumatískri sögu af upplifun minni einn örlagaríkann snjódag.
Ég man eftir því hvað það komu alltaf stórir snjóskaflar þegar ég var lítil.
Í mínum minningum var aldrei slydda (enda er hún send til okkar af lúsífer til þess að kvelja okkur) það voru bara allir garðar fullir af snjó og skaflar á hæð við hús. Við stunduðum það oft krakkarnir að klifra upp á þak á kompunni heima á Reykjabraut 21 og stökkva í snjóskafla. Það var oftast lítið mál því að skaflinn náði vanalega langleiðina upp að kompuþaki. 
Eitt snjó atvik er þó brennt í minni mitt. 

Snjóhúsa atvikið
Við Hekla vorum sem svo oft áður að leika okkur í massíva snjónum sem hafði sest að í bakgarðinum á Reykjabrautinni. Við vinkonurnar vorum auðvitað svo kappklæddar að við áttum frekar erfitt með hreyfingar. Við vorum að vinna í því að búa til snjóhús og ég var höfð í því að búa til snjógöngin sem áttu að leiða inn að húsinu. Þarna lá ég á bakinu að búa til hol göng með því að klóra í snjóinn þegar að göngin féllu saman. 
Ég var föst, mér var kalt og ég gat ekki andað fyrir snjó.
Hekla lét mig ekki dúsa lengi þarna og gróf eftir mér eins og herforingi, en ég man ennþá hræðilegu innilokunar-köfnunar tilfinninguna sem kom yfir mig. Sem betur fer er Hekla ekki ein af þeim sem hlær að óförum annara, eins og þegar einhver dettur (hún er meira týpan sem vill setja Aloe Vera á allt og hringja svo í sjúkraþyrluna). 
Ef hún hefði hlegið eftir þessa dramatísku upplifun mína hefði þessi leik dagur í garðinum líklega endað með því að hún fengi skóflu í andlitið. 
Enn þann dag er ég pínu hrædd við snjó, gæti ekki hugsað mér að fara í kraft galla (það gæti reyndar haft eitthvað að gera með hvað þeir eru ólekkert) og er með innilokunarkennd.

Ekki náðum við stöllur að byggja svona myndarlegt hús

-K



Thursday, December 5, 2013

Æ, Grási!

Hæ ég heiti Kolbrún og ég á 13 ára gamlann Yaris.
Miðað við útlitið á honum gæti vel verið að það búi heimilislaus maður í honum, ég get hreinlega ekki verið viss um það.
Ég tók mig hinsvegar til í vikunni og blettaði í ryðið á elsku Grása fyrir frostið mikla (einhver karlmaður sagði mér að það væri sniðugast að gera það). Mér leið pínu eins og þegar að ég sauð pulsur í fyrsta sinn; það gat ekki verið erfitt en samt vissi ég ekki alveg hvernig ég ætti að gera það.
Eftir make-overið lítur Grási mun betur út og hreinlega glóir af ánægju (ég vildi að ég gæti sagt það sama um innvolfsið í honum, það á inni smá helgar-trít frá eigandanum).
Ég fíla alveg að eiga svona gamlann bíl því að hann neyðir mig til að læra á lífið! 
Ef einhver keyrir utan í bílinn þá er mér slétt sama (ef hann er gangfær) þar sem að ég fékk svo margar beyglur í kaupbæti þegar að ég keypti bílinn.
Ég fékk líka aukahljóðin í kaupbæti.
Um daginn (okei í júlí) reif ég síðustu naglana úr dekkjunum á bílnum, hefði líklega ekkert lagt slíkt á mig ef að lögreglan hefði ekki stoppað mig og siðað mig til (lögregludaman á lof skilið að rukka ekki fröken sauð sem var ekkert búin að spá í því).

Ég verð þó að viðurkenna að ég hef aldrei á minni ævi skipt um dekk (nei, ég lærði það ekkert þegar ég tók bílprófið). Ég er hinsvegar fljót að læra þannig að ef einhverjum langar að taka prinsessuna á bauninni í kennslustund yrði það kærkomið!

-K





Monday, December 2, 2013

Sprungin blaðra!

Ég sit hérna í rúminu mínu, var að vakna af klukkutíma eftir prófs lúr.
Þeir eru góðir! Nauðsynlegir til að hreinsa hugann fyrir næsta próf, sem er á fimmtudaginn! Hólí mólí.
Prófið í morgun var skita af minni hálfu. Annaðhvort er það skíta fimma núna eða falleg tía að ári! 
Það skiptir þá engu máli hvort ég komist áfram núna eða ekki, ég ætla mér að verða hjúkka hvað sem það kostar. 
Næsta próf er siðfræðin og hún er ansi lúmst erfið held ég! Mikið af stefnum og mikið af ofboðslega leiðinlegum heimsspeki greinum. 
Verslunarfíkillinn braust út í mér eftir prófið. Já það er víst þannig að fíknin brýtur sér leið út á yfirborðið þegar að maður er stressaður eða líður illa. Í staðinn fyrir að fara á verslunarfyllerí í kringlunni skrapp ég á netið og keypti loðkraga (hvað? mig VANTAR þannig!).


Hann er nú ansi fallegur greyjið! Nú vantar mig bara jakka eða kápu við ;) 
Er eins og sprungin blaðra eftir prófið, en þá er það bara að pikka sig upp í sturtu og hendast aftur í lærdóminn! 
Mikið hlakkar mig til að detta í jólagírinn 16. des! 
-K

Desember-Hrós dagsins fær Rauði krossinn fyrir að bjóða upp á áfallahjálp fyrir íbúa í Árbæ

Sunday, December 1, 2013

Stress!

Eftir 12 klst mun ég sitja við borð 32 í Eirberg í mínu fyrsta prófi í hjúkrunarfræðinni.
Líffærafræðin startar prófatíðinni og fast á hælana fylgja hin fjögur prófin.
Ég er stressuð, ég er hrædd og ég er í uppgjöf…

Ég er hinsvegar búin að ákveða að ef að ég kemst ekki áfram í gegnum klásusuinn núna, þá mun ég gera það næsta haust! 

Ég fékk vægt hjartaáfall áðan þegar að ég hélt að veskið mitt með ölum persónuskilríkjunum mínum væri týnt! Það þarf að sýna skilríki til að geta tekið prófið svo að ég var farin að undirbúa mig undir það að bruna í Þorlákshöfn eftir vegabréfinu mínu þegar að ég ákvað að stinga hendinni undir bílstjórasætið í Grása (vildi óska að ég hefði verið í gúmmíhönskum) og auðvitað var elsku veskið þar og steinþagði!

Endilega elsku vinir, sendið þá allra sterkustu gáfustrauma sem þið eigið til mín klukkan 9 í fyrramálið.
Ekki einu sinni aðal pepp vélin hann Ryan Gosling gæti róað mínar taugar núna! 

-K

Desember-Hrós dagsins fær þessi þó svo að hún hafi skrifað þetta 19. nóvember!