Thursday, December 5, 2013

Æ, Grási!

Hæ ég heiti Kolbrún og ég á 13 ára gamlann Yaris.
Miðað við útlitið á honum gæti vel verið að það búi heimilislaus maður í honum, ég get hreinlega ekki verið viss um það.
Ég tók mig hinsvegar til í vikunni og blettaði í ryðið á elsku Grása fyrir frostið mikla (einhver karlmaður sagði mér að það væri sniðugast að gera það). Mér leið pínu eins og þegar að ég sauð pulsur í fyrsta sinn; það gat ekki verið erfitt en samt vissi ég ekki alveg hvernig ég ætti að gera það.
Eftir make-overið lítur Grási mun betur út og hreinlega glóir af ánægju (ég vildi að ég gæti sagt það sama um innvolfsið í honum, það á inni smá helgar-trít frá eigandanum).
Ég fíla alveg að eiga svona gamlann bíl því að hann neyðir mig til að læra á lífið! 
Ef einhver keyrir utan í bílinn þá er mér slétt sama (ef hann er gangfær) þar sem að ég fékk svo margar beyglur í kaupbæti þegar að ég keypti bílinn.
Ég fékk líka aukahljóðin í kaupbæti.
Um daginn (okei í júlí) reif ég síðustu naglana úr dekkjunum á bílnum, hefði líklega ekkert lagt slíkt á mig ef að lögreglan hefði ekki stoppað mig og siðað mig til (lögregludaman á lof skilið að rukka ekki fröken sauð sem var ekkert búin að spá í því).

Ég verð þó að viðurkenna að ég hef aldrei á minni ævi skipt um dekk (nei, ég lærði það ekkert þegar ég tók bílprófið). Ég er hinsvegar fljót að læra þannig að ef einhverjum langar að taka prinsessuna á bauninni í kennslustund yrði það kærkomið!

-K





No comments:

Post a Comment