Friday, October 17, 2014

Helvítis rassgat!

Í morgun fékk ég að finna fyrir því hvað hlass af hvítum kókosklöttum (my kryptonite), tvö djömm, árshátíðargúff og lakkrísát gefur af sér.
+1 kg
Veit reyndar ekki með fituprósentuna en ég vona að hún hafi ekki hækkað mikið. 
Held ég hafi ekki misst einn einasta cm, en á eftir að fá sent skjalið með mælingunum.
Tveimur vikum af æfingum sóað í helvítis rassgat og mér líður eins og ég sé glötuð. 
Það er nefnileg alveg hundleiðinlegt að vita uppá sig skömmina!
Hafdís hélt samt áfram að peppa mig og ég lofaði að ég myndi ekki gefast upp. Ég hef ekki verið að skila matardagbók síðstliðin mánuð og ég er greinilega bara þannig gerð að ég þarf að hafa einhvern annan til að borða hollt fyrir. 
Ég get þó ekki annað en rifið mig upp, skipt kókosklöttunum út fyrir papriku og seponerað hinu bölvaða ruslinu. Ég verð óð um helgar. Alveg eins og alki getur ekki farið bara á fyllerí á laugardögum get ég ekki bara fengið mér nammi á laugardögum.
Ljós í myrkri er allavegana að ég er búin að vera dugleg að mæta í ræktina!

Hádegismaturinn í dag. 
2 egg steikt á pönnu. Kryddað með smá hvítlaukssalti frá pottagöldrum.
2 msk kotasæla, 1 tsk rautt pestó. Paprika og kjúklingaskinka. Ofsa, ofsa gott! 
Trúi ekki að ég hafi aldrei borðað kotasælu áður. Núna langar mig að setja kotó á allt. Jafnvel að sleikja hana af nöktum karlmannslíkama!
Jæjja, getting out of hand hérna.
Föstudagsgersemi handa ykkur til að koma ykkur í helgarstuðið!
Ég ætla ekki að drekka áfengi fyrr en eftir lokaprófin 15. des, og er að vinna um helgina.
Helgin verður bara lærdómur, rækt, vinna, hollusta. 
lofa!
Ætla líka að muna að brosa og vera glöð um helgina, þar sem að það var eitt af markmiðum meistaramánuðs hjá mér.

Njótið helgarinnar krútt
-K

Thursday, October 16, 2014

Hollar Bananapönnsur

Þá sjaldan maður þykist vera húsfreyja! 

Ég er búin að vera með á heilanum í dag að búa til hollu bananapönnsurnar sem allir eru að kokka þessa dagana. Ekki veit ég af hverju. Hinsvegar verð ég að framkvæma svona lagað ef ég fæ það á heilann. Það var þá ekki annað í stöðunni en að smella í possion af hollustupönnsum þegar ég var búin að vinna kl 23 í kvöld. 

Þær eru til í ýmsum útgáfum en ég valdi þá auðveldustu sem ég fann (já, ég er uppskriftalöt!)

2 bananar
2 egg
1 tsk kanill

Þeyta saman með handþeytara þangað til það er að mestu ókekkjótt

looking good

Nei.. hæfileikar mínir í "bakstur" deildinni eru víst af skornum skammti. 
Ekki eitthvað sem ég erfði frá elskulegu móður minni! Þessi ásamt þremur systrum sínum endaði í ruslinu. Líklega var ég þó að gera þær of þykkar þar sem að ég henti í eitt þunnildi og voilá! 
Pönnukaka sem hægt var að flippa. 

Ofsa fín pannsa

Ég verð nú bara að segja að englarnir sungu og Guð talaði til mín þegar að ég fékk mér bita.
Möguleikarnir eru endalausir með þessar pönnsur! Óhollustuperrinn í mér er óður í að setja súkkulaðispænir í deigið, jah eða að smyrja Nutella yfir!

Það verður víst að bíða einhvers góðs laugardags við tækifæri. 

Gúrme stuff! 
Fær toppeinkunn frá kgunnars
-K


Wednesday, October 15, 2014

Ég er á lífi!

Lífið gengur glimrandi vel þessa dagana.
Skólinn gengur vel og ég er dugleg að læra.
Ræktin gengur alveg hreint ágætlega bara líka og ég er mjög motiveruð.
Vigtun og mælingar verða næst á föstudaginn… Nokkuð viss um að ég náði ekki markmiðum þessara tveggja vikna en ég held þó ótrauð áfram. Það hjálpar víst ekki að taka tvö massive djömm þegar maður ætlar að missa 2 kg á 2 vikum! 
Vissi það svo sem fyrir en engu að síður þess virði, sér í lagi þar sem að árshátíðardjammið verður líklega síðasta djammið mitt þangað til eftir lokaprófin.
Nú er það bara að grúfa sig í bækurnar og loka sig inní hellinum. Kíki bara út til þess eins að skreppa í ræktina og svo aftur heim að lesa. 
15. des má alveg drífa sig á svæðið!

Get vonandi látið vita af ágætis tölum á Friday!
-K