Wednesday, October 15, 2014

Ég er á lífi!

Lífið gengur glimrandi vel þessa dagana.
Skólinn gengur vel og ég er dugleg að læra.
Ræktin gengur alveg hreint ágætlega bara líka og ég er mjög motiveruð.
Vigtun og mælingar verða næst á föstudaginn… Nokkuð viss um að ég náði ekki markmiðum þessara tveggja vikna en ég held þó ótrauð áfram. Það hjálpar víst ekki að taka tvö massive djömm þegar maður ætlar að missa 2 kg á 2 vikum! 
Vissi það svo sem fyrir en engu að síður þess virði, sér í lagi þar sem að árshátíðardjammið verður líklega síðasta djammið mitt þangað til eftir lokaprófin.
Nú er það bara að grúfa sig í bækurnar og loka sig inní hellinum. Kíki bara út til þess eins að skreppa í ræktina og svo aftur heim að lesa. 
15. des má alveg drífa sig á svæðið!

Get vonandi látið vita af ágætis tölum á Friday!
-K

No comments:

Post a Comment