Wednesday, December 18, 2013

If I were a boy

Stundum væri ég alveg til í að vera strákur! 
Þið getið verið í rónni, þetta eru ekki niðurdrepandi skrif beind að óréttlæti í mismunandi líkamsstarfssemi karla og kvenna, né launamismun kynjanna.
Stundum væri ég nefnilega til í að vera strákur vegna þess að þeir komast nánast upp með það að kaupa sér nýja sokka við hundgömul föt og þá líta þeir út eins og George Clooney! 
Oftast er það þannig hjá okkur að ef við kaupum nýjann kjól þá fylgja með kaup á nýjum sokkabuxum, eyrnalokkum, skóm og jafnvel tösku. Ég veit að strákar eru takmarkað að spá í því í hverju við erum, enda klæðum við okkur ekki upp fyrir þá, við klæðum okkur upp fyrir aðrar stelpur (og auðvitað fyrir okkur sjálfar).
Mér þykir fátt jafn skemmtilegt á karlmönnum eins og slaufa. Slaufur geta poppað skemmtilega upp á t.d. plain skyrtur. Ný slaufa og strákarnir eru vel settir fyrir hátíðirnar!

Ég rakst á þessar skemmtilega klikkuðu en jafnframt (að mínu mati) ótrúlega flottu slaufur hvorki meira né minna en í Hagkaup! 
Þessi væri flott á áramótunum

so cute!

Ég hugsa að ég fari í jólaköttinn og kaupi mér ekki einu sinni nýjar sokkabuxur! Ég á allt of mikið af kjólum svo ég hef ákveðið að vera bara í einhverju "gömlu". Ég ætla að eyða jólunum hjá mömmu og pabba í gömlu góðu Þorlákshöfn en gamlárskvöld verð ég að vinna til kl 23. Hvað ég geri eftir það er óráðið, hvort það verði djamm eða heim að sofa veit ég hreinlega ekki! Ég held það sé eitthvað lítið um að vera í höfninni á áramótunum í djammgeiranum svo ég hugsa ég haldi mig bara við Reykjavíkina. 

Vonandi eru allir búnir í jólainnkaupunum og þurfa ekki að standa í kílómetra löngu röðunum sem myndast hafa í Kringlunni og Smáralindinni. Skrapp í gær að kaupa viðbót við tvær gjafir og missti örlítið vitið í leiðinni. 

6 dagar til jóla!
-K


Monday, December 16, 2013

Vandræðalegt Deit

Stundum segir fólk eitthvað sem það hefði alveg eins getað sleppt.
Ég er frekar hreinskilin manneskja. Ég reyni að koma til dyranna eins og ég er klædd og ef öðrum líkar ekki við það hvernig ég er og hvað ég hef að bjóða þá er það bara þeirra. Sumum gæti fundist ég óhefluð en ég hef það þó sem lífsreglu að reyna mitt allra besta að komast hjá því að særa fólk með óþarfa athugasemdum. Til dæmis myndi ég aldrei nefna það ef mér þætti einhver í ljótri peysu. Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, segðu þá ekkert. 

Einu sinni þekkti ég strák sem ég var búin að vera að tala við en við vorum ekkert komin í neitt alvarlegra en að kíkja á rúntinn af og til og spjalla á facebook.
Hann kíkir í heimsókn til mín eitt kvöld og horfir á cheerios stamp sem var á eldhúsborðinu hjá mér.

Hann: Bíddu.. maður á ekkert að borða cheerios ef maður er í megrun!
Ég: (hugsa ha er ég í megrun?!) Jaa ee.. fínt að eiga það ef maður vaknar of seint til að gera hafragraut. 
Hann: Já okei… Hefuru prófað Herbalife?
Ég: jáá ég er reyndar með ofnæmi fyrir því, verð of slæm í exeminu af því að taka það.
Hann: já okei..  en Build up?
Ég: öö build up er sko það sem maður gefur gömlu fólki svo þau nærist og þyngist svo ég efast um að það sé grennandi.
Hann: Ó okei. En þetta er ekkert mál sko. Bara borða hollt og hreyfa sig, þá kemur þetta!
Ég: (orðin frekar pirruð á þessum tímapunkti) Ég veit alveg hvernig formúlan er, ég bara nenni ekki að fara eftir henni!

Í þessum aðstæðum var ég farin að afsaka það að ég ætti til cheerios á heimilinu (guð forði okkur ef hann hefði kíkt í nammiskápinn!) og alvarlega farin að íhuga hvort þessi gæji hafi verið að reyna við mig eingöngu í þeim tilgangi að reyna að grenna mig. Hann var búinn að ákveða að af því að ég er með aukakíló væri ég sjálfvirkt í megrun og að ég væri of feit og heimsk til að vita hvernig maður ætti að ná þessum kílóum af sér.

Ég er 99% viss um að hver ein og einasta manneskja þarna úti sem er með aukakíló veit af því og þarf ekki einhvern annan til að segja sér það. 

Fyrir þetta kvöld var ég óviss um hvort hann væri mín týpa, eftir þetta kvöld getið þið ímyndað ykkur hvað ég ákvað! Það skondna var að hann hafði ekki hugmynd um að hann hefði mögulega móðgað mig örlítið þetta kvöld.


-K






Óður til jólafrísins


Ó þúú, enginn elskar eins og þú! 
Það er líklega fátt sem gefur jafn góða tilfinningu og þegar að maður gengur úr síðasta prófinu sínu, eftir að hafa gengið vel. 
Nú taka við tveir dagar af leti, þangað til að vinnutörnin byrjar. Það sem ég hlakka mikið til að þurfa ekki að spá í hver kom með hvaða kenningu, hvernig vefjagerð er hvar í líkamanum, hver framkvæmdi hvaða tilraun, efnaskipti í líkamanum og prótein!
Þegar að þetta er ritað er klukkan 10:57 og þessi brenglaði námsmaður er með kreivíngs í Meat&Cheese pizzu frá Domma! Hversu sjúkt? 
Verst er að ég er búin að pakka öllum jólagjöfum inn og skrifa á jólakortin (þetta fóru lærdómspásurnar góðu í). Ég held ég eigi ekkert annað eftir en mitt árlega laugarvegsrölt og kakódrykkju. 
Ég fékk góða þrjá klukkutíma í svefn í nótt svo það verður tekið daginn í lúr aldarinnar og slökun. 
Ætli jólafríið muni ekki einkennast af jólamyndaglápi, smákökum, svefni og vinnu í bland. Það sem ég gæfi nú samt fyrir að komast á góða jolatónleika. 

ég á það sameiginlegt með þessum félaga að vera í Christmas vacation! 

Þið sem eruð í fríi, njótið! 
Þið hin, verið slök, það er alveg að koma að þessu, 8 dagar í jólin vúhúú!

Vonandi eru allir jafn spenntir og þessi gamli vinur

-K