Stundum segir fólk eitthvað sem það hefði alveg eins getað sleppt.
Ég er frekar hreinskilin manneskja. Ég reyni að koma til dyranna eins og ég er klædd og ef öðrum líkar ekki við það hvernig ég er og hvað ég hef að bjóða þá er það bara þeirra. Sumum gæti fundist ég óhefluð en ég hef það þó sem lífsreglu að reyna mitt allra besta að komast hjá því að særa fólk með óþarfa athugasemdum. Til dæmis myndi ég aldrei nefna það ef mér þætti einhver í ljótri peysu. Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, segðu þá ekkert.
Einu sinni þekkti ég strák sem ég var búin að vera að tala við en við vorum ekkert komin í neitt alvarlegra en að kíkja á rúntinn af og til og spjalla á facebook.
Hann kíkir í heimsókn til mín eitt kvöld og horfir á cheerios stamp sem var á eldhúsborðinu hjá mér.
Hann: Bíddu.. maður á ekkert að borða cheerios ef maður er í megrun!
Ég: (hugsa ha er ég í megrun?!) Jaa ee.. fínt að eiga það ef maður vaknar of seint til að gera hafragraut.
Hann: Já okei… Hefuru prófað Herbalife?
Ég: jáá ég er reyndar með ofnæmi fyrir því, verð of slæm í exeminu af því að taka það.
Hann: já okei.. en Build up?
Ég: öö build up er sko það sem maður gefur gömlu fólki svo þau nærist og þyngist svo ég efast um að það sé grennandi.
Hann: Ó okei. En þetta er ekkert mál sko. Bara borða hollt og hreyfa sig, þá kemur þetta!
Ég: (orðin frekar pirruð á þessum tímapunkti) Ég veit alveg hvernig formúlan er, ég bara nenni ekki að fara eftir henni!
Í þessum aðstæðum var ég farin að afsaka það að ég ætti til cheerios á heimilinu (guð forði okkur ef hann hefði kíkt í nammiskápinn!) og alvarlega farin að íhuga hvort þessi gæji hafi verið að reyna við mig eingöngu í þeim tilgangi að reyna að grenna mig. Hann var búinn að ákveða að af því að ég er með aukakíló væri ég sjálfvirkt í megrun og að ég væri of feit og heimsk til að vita hvernig maður ætti að ná þessum kílóum af sér.
Ég er 99% viss um að hver ein og einasta manneskja þarna úti sem er með aukakíló veit af því og þarf ekki einhvern annan til að segja sér það.
Ég er 99% viss um að hver ein og einasta manneskja þarna úti sem er með aukakíló veit af því og þarf ekki einhvern annan til að segja sér það.
Fyrir þetta kvöld var ég óviss um hvort hann væri mín týpa, eftir þetta kvöld getið þið ímyndað ykkur hvað ég ákvað! Það skondna var að hann hafði ekki hugmynd um að hann hefði mögulega móðgað mig örlítið þetta kvöld.
No comments:
Post a Comment