Friday, August 15, 2014

Venjur og vellíðan

Það er ótrúlegt hvað rútína og vanafesta getur látið manni líða dásamlega. 
Eins leiðinlegt og það er að fara að sofa snemma á kvöldin, þá er svo gott að vakna úthvíld á morgnana og til í daginn. 
Á Sunnudaginn byrjaði ég að drekka eitt glas af hveitigrassafa á morgnana áður en ég borða. Ég er búin að halda því alla vikuna og ætla svo sannarlega að gera það áfram í framtíðinni.
Fyrsta daginn kúgaðist ég rosalega mikið og hugsaði með mér að það væri engin hollusta þess virði að drekka þetta sull. Ég lét þó slag standa og prófaði aftur daginn eftir. Viti menn, ég lifði það af og það án þess að kúgast. 
Núna hlakka ég til að vakna á morgnana til þess að geta fengið mér hveitigrassafann. Sú tilhlökkun er engan vegin tengd því að hann bragðist eitthvað sérstaklega vel, hann bragðast nefnilega eins og maður myndi drekka söl (ég er enginn söl aðdáandi nota bene). Ég hlakka til af því að ég veit að mér á eftir að líða svo vel yfir daginn. Safinn finnst mér algjört orkuskot!
Ég hef ekki fengið sykurlöngun síðan að ég byrjaði að drekka þetta.
Þeir sem eiga safapressu geta pressað ferskann safa úr hveitigrasi, en þar sem að ég er ekki svo lukkuleg keypti ég hveitigrasduft frá Sollu.

Þeir sem vilja fræðast meira geta kíkt á þetta og lesið sér til 

-K