Thursday, September 19, 2013

Hæ ég heiti Kolbrún...

...og ég er lúði!




Matardjók og myndbönd af dýrum að gera eitthvað skondið er búið að: 
a) halda í mér lífinu í gegnum hundleiðinlegu veikindi sem hrjá mig þessa dagana
b) halda mér frá skólabókunum (úps :( !)

Hvern langar að lesa fyrir mig upp úr Psycology bókinni minni á meðan að ég ligg í mjúku rúmi umkringd koddum og teppum, nartandi á súkkó ? Umsóknir sendist á mailið mitt.

-K

P.S. ef þið viljið vita hversu sýrður hausinn á mér getur orðið þá getið þið horft á þetta myndband sem ég er búin að horfa á ca 20 sinnum og hlæja endalaust

Monday, September 16, 2013

100% Mánudagur!

Mánudagar. Eru þeir einhvertíman stórkostlegir? Byrjaði daginn á því að snooza í tvo klukkutíma, TVO! (p.s. hafið þið tekið eftir því hvað tvo er undarlegt orð? Var smá stund að hugsa hvort þetta væri í alvörunni orð eða hugaruppspuni minn) 
Fyrsti og eini tíminn minn var klukkan 11:40. Ég ætlaði hinsvegar að fara eldhress á fætur kl 7 og skunda í ræktina, fara upp í skóla að læra áður en tíminn byrjaði og nýta daginn til hins fyllsta! En nei, svo skall mánudagurinn í andlitið á mér eins og blaut tuska. Ég man í gegnum svefnþokuna að í hvert sinn sem klukkan hringdi á 10-15 mínútna fresti átti ég samtal við sjálfa mig í huganum.
 Það var eitthvað á þessa leið:
OfurKolbrún: Jæja Kolbrún, opnaðu augun, þú þarft að fara í ræktina!
AlvöruKolbrún: Æji nei, bara nokkrar mínútur í viðbót, get alveg farið í ræktina eftir skóla!
OfurKolbrún: Þú veist þú gerir það ekki, þar að auki þarftu að læra ógeðslega mikið!
AlvöruKolbrún: En það er rok!
OfurKolbrún: Þú klæðir þig bara vel!
AlvöruKolbrún: Æ sko skólinn er örugglega felldur niður það er svo mikið rok!
OfurKolbrún: Þú ert í Háskóla, ekki grunnskóla! Koma svo, ef þú ferð frammúr núna nærðu allavegana að læra aðeins
AlvöruKolbrún: ZZZzzzzZZZzzz ÞAÐ ER ROK! ZZZzzzZZzzz

Klukkan hálf tíu drattaðist ég frammúr og hunskaðist í skólann. 
Ég leitaði að bílastæði í 30 mínútur!! Ég hefði betur tekið strætó þennann morguninn því ég endaði á að leggja nokkrum kílómetrum frá Eirbergi (skólabyggingunni sem ég var í). 

Nú er tíminn búinn, ég búinn að fara í rúmfatalagerinn að eyða tæpum 9 þúsundum (hvernig fer ég að þessu?!) og er sest inn á Háskólatorg að reyna að byrja að læra. Það gengur svo vel að það eru ca 30 mínútur síðan ég kom og ég ekki enn byrjuð. Oh well, batnandi konum er betra að lifa!

Fór á Facebook þegar ég vaknaði og þetta poppaði upp sem "suggested app"! Snjöll vekjaraklukka er greinilega eitthvað sem síminn vill að ég kaupi. Er síminn minn að stunda persónunjósnir?? Þetta mál þarf að kanna!

-MánudagsK




Sunday, September 15, 2013

Um Dittinn og Dattinn

100 dagar í jólin gott fólk! Það þýðir að það séu aðeins um 80 dagar í að undursamlegu súkkulaðibitakökurnar hennar Grétu stingi upp kollinum... (ööö en ég er hætt að borða óhollt.. byrja á  mánudaginn sko, lofa!)

Enn einn Sunnudagurinn, enn ein vinnuhelgin, enn einn staflinn af heimanámi sem bíður mín. Þvílík gleði! Mér finnst eiginlega óstjórnlega gaman (Erfitt! en gaman) í hjúkrunarfræðinni. Ég fór í BA í ensku upphaflega því að enska var alltaf það sem ég var góð í. Hjúkrunarfræðin er að losa mig við langvarandi ótta minn við allt sem tengist náttúrufræði, og VÁ hvað heimurinn er magnaður! 
Kærastinn er örugglega ekki sérlega ánægður með að veggirnir heima hjá okkur eru hálfpartinn veggfóðraðir þessa stundina með myndum af beinagrindum og vöðvum manna (æ er það ekki bara töff?). 

Ég gat loksins kíkt í yndislegu Þorlákshöfn á Föstudaginn að heimsækja fjölskylduna, þvílík hressing á sálina! 

Lyklakippu budda (handhægt fyrir stöðumælaklink) sem mamma dúlla heklaði handa mér 



1. Hulda Kristín dúllufrænka vildi föndra snudduband á Birnu Björnsdóttur, dúkkuna hennar
2. Hún ætlaði að vera hugrökk og smakka reyktann þorsk, en hætti við og fékk sér bara rófur! (Sem betur fer, slæmt er það ef að 4 ára frænkan er hugrakkari en stóra frænkan)

Einn Ryanismi til að koma mér í gegnum lífefnafræðidæmin fyrir morgundaginn!

-K