-K
Friday, September 12, 2014
Monday, September 8, 2014
Ræktin post veikindi
Það er fátt sem mér finnst verra en að missa heila viku úr ræktinni!
Ég er búin að vera veik alla vikuna og vaknaði svo ágætlega hress á föstudaginn, en fór þá um helgina í bústað að borða óhollt og drekka vín.
Ég svo sem borðaði lítið óhollt í veikindunum.. eiginlega borðaði ég bara ekki neitt! Streptókokkarnir sáu til þess að ég gæti ekki kyngt neinu umfangsmeira en mínu eigin munnvatni (og varla það).
En í dag skundaði ég af stað (skundaði er overstatement. Ég dröslaðist með hausinn hangandi og með brúnirnar niðri í augum). Ég ákvað að drulla mér í CardioFit því að ég vissi að ef ég færi sjálf að lyfta myndi það enda með æfingu sem yrði gerð með hálfum hug og ég myndi ekki taka vel á því.
Ég er að fara að hitta þjálfarann minn á morgun að fara yfir nýja prógrammið, viku of seint vegna elsku streptó. Hlakka mikið til að sjá hvaða undursamlegu æfingar hún ætlar mér þennann mánuðinn. Það verður fókusað á aukna brennslu inn á milli lyftinganna þennann mánuðinn.
En í Cardio fit dröslaðist ég s.s. og tók fáranlega vel á því. Ég hélt hreinlega að ég myndi bara hrynja í gólfið eftir síðustu æfinguna. Nú er ég komin heim og strax farin að athuga hvort það séu ekki einhverjir skemmtilegir tímar seinni partinn í dag sem ég get farið í.
Stundum þarf maður bara að láta sparka í rassinn á sér, lyfta brúnunum og hætta að dröslast!
Sveitt og sæl eftir CardioFit
P.s. Vantar einhverjum bol? Hef farið í þennann einu sinni, hann er frá Under Armour í stærðinni Large
Keypti hann of stórann og eyddi allri æfingunni með hann framaní mér/uppí mér í öllum armbeygjum, bjarnagöngum osfrv. Keyptur á 5.990 kr eða 6.990 kr (man það barasta ekki), falur á 3500 kall!
-K
Subscribe to:
Posts (Atom)