Það er fátt sem mér finnst verra en að missa heila viku úr ræktinni!
Ég er búin að vera veik alla vikuna og vaknaði svo ágætlega hress á föstudaginn, en fór þá um helgina í bústað að borða óhollt og drekka vín.
Ég svo sem borðaði lítið óhollt í veikindunum.. eiginlega borðaði ég bara ekki neitt! Streptókokkarnir sáu til þess að ég gæti ekki kyngt neinu umfangsmeira en mínu eigin munnvatni (og varla það).
En í dag skundaði ég af stað (skundaði er overstatement. Ég dröslaðist með hausinn hangandi og með brúnirnar niðri í augum). Ég ákvað að drulla mér í CardioFit því að ég vissi að ef ég færi sjálf að lyfta myndi það enda með æfingu sem yrði gerð með hálfum hug og ég myndi ekki taka vel á því.
Ég er að fara að hitta þjálfarann minn á morgun að fara yfir nýja prógrammið, viku of seint vegna elsku streptó. Hlakka mikið til að sjá hvaða undursamlegu æfingar hún ætlar mér þennann mánuðinn. Það verður fókusað á aukna brennslu inn á milli lyftinganna þennann mánuðinn.
En í Cardio fit dröslaðist ég s.s. og tók fáranlega vel á því. Ég hélt hreinlega að ég myndi bara hrynja í gólfið eftir síðustu æfinguna. Nú er ég komin heim og strax farin að athuga hvort það séu ekki einhverjir skemmtilegir tímar seinni partinn í dag sem ég get farið í.
Stundum þarf maður bara að láta sparka í rassinn á sér, lyfta brúnunum og hætta að dröslast!
Sveitt og sæl eftir CardioFit
P.s. Vantar einhverjum bol? Hef farið í þennann einu sinni, hann er frá Under Armour í stærðinni Large
Keypti hann of stórann og eyddi allri æfingunni með hann framaní mér/uppí mér í öllum armbeygjum, bjarnagöngum osfrv. Keyptur á 5.990 kr eða 6.990 kr (man það barasta ekki), falur á 3500 kall!
-K
No comments:
Post a Comment