Tuesday, September 30, 2014

Markmið fyrir 25

Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég niður lista af allskonar markmiðum, áskorunum og áætlunum um heilsusamlegann lífstíl. Allt sem ég vildi gera fyrir 25.

"29. september 2014. Þegar að ég verð 25 ára ætla ég að vera sátt við sjálfa mig! Ég vil að mér líði vel í eigin skinni og verði hamingjusöm óháð kílóatölu, fituprósentu og hjúskaparstöðu. Ég ætla að vera í mun hollari lífstíl en öll hin 24 afmælin mín."

Áskorun vikunnar var:
"Taka því með stoískri ró að ég sé að verða 25 ára. Fara í ræktina, muna að markmiðið er að vera fit og líða vel."

Ég fer í mælingar og vigtun á föstudaginn (3. okt). Ég býst ekki við neinu góðu þar í þetta skiptið. Ég er búin að vera meira og minna veik allan mánuðinn og á pensílíni. Matarræðið er ekki búið að vera uppá marga fiska og það var rúm vika sem ég komst ekki í ræktina vegna þess að ég var aumingi með hor. En! Það sem sigrast ekki í þessari vigtun gerir það í þeirri næstu. Ég stend alltaf upp og ég er komin til að vera. 

Dagurinn einkenndist af lærdómi, þáttaglápi, ostakökugerð og ostakökuáti, Zumba fitness og svo var ég sótt og farið með mig út að borða. Ég mæli btw ekki með því að borða ostaköku og fara svo í ræktina. Note to self fyrir næsta ár! 

Ég held ég fari bara sátt inn í 25. aldursárið! 

Svo er að sjálfsögðu Meistarmánuður að byrja á morgun. 
Ætla ekki allir að skora á sig og taka þátt? 
Þau markmið mín sem ég er búin að hugsa upp eru:

-Standa mig vel í ræktinni, mæta 5-6 sinnum í viku
-Borða bara óhollt á laugardögum
-Vera ótrúlega glöð og hamingjusöm
-Fara oftar í göngutúra

Það bætist eflaust eitthvað á þennann lista þegar að ég fer að spá betur í þessu

Október er mánuður áskoranna!

-K