Saturday, October 19, 2013

Óhöndlanlegt!

Sumt er einfaldlega "óhöndlanlegt" í lífinu.
Sumir hata tær, aðrir eru með köngulóafóbíu og enn aðrir hræddir við ketti.

Hér eru 5 hlutir sem ég höndla ekki:

Tuggið Tyggjó

Það er ekkert ógeðslegra en tuggið tyggjó. Það eru tvær týpur af fólki; Þeir sem henda tyggjóinu sínu í ruslið og þeir sem geyma tyggjóið sitt t.d. á diskinum eða kókómjólkurfernunni á meðan að þau borða. Hver er tilgangurinn? Setja þau kalt og hart tyggjó aftur upp í sig eða eru þau einfaldlega of löt til að standa upp og henda því í ruslið?!

Skítug Hárafýla
Hárafýla er með verstu lyktum sem ég get fundið! Þegar að hárið er orðið það skítugt að það er komin fýla af því, þá er kominn tími á að fólk geri eitthvað í sínum málum! Sturta á dag kemur skapinu í lag krakkar mínir.

Niðurfallshár
Það er ekkert ógeðslegra í lífinu en niðurfallshár! Mómentið þegar að maður fattar að nú sé komið að því að hreinsa niðurfallið... þvílíkt ógeð! (þetta er líklega ein ógeðslegasta mynd sem fyrirfinnst á gervöllu internetinu) Manni líður eins og maður hafi verið að draga úldinn kött upp úr sturtubotninum eftir síkar aðgerðir.

Úldin tuskufýla
Ég á líklega við eitthvað "issjú" að stríða í sambandi við fýlur. Hinsvegar er lyktin af tusku sem er búin að vera aðeins of lengi í notkun eða uppi á borði ein sú allra versta! Tuska sem notuð var til að þrífa upp mjólk eða eitthvað slíkt lyktar eins og þvagblaut rotta. Hræðileg lykt... Ég spotta svona fýlutuskur úr margra kílómetra fjarlægð!

Kiss með Prince

Af einhverjum ástæðum fæ ég hroll þegar ég heyri þetta lag! Mér finnst þetta bara það allra leiðinlegasta lag sem ég hef nokkurtíma heyrt, ásamt þessu lagi. 

-K


Thursday, October 17, 2013

Yfirsofelsi

Er eitthvað leiðinlegra en að sofa yfir sig? Ég held hreinlega ekki! 
Plan morgunsins átti að hljóma svona:
06:30 - vakna, fara og synda kílómeter
eftir sund ætlaði ég heim að græja nesti fyrir daginn
8:20 átti ég að vera mætt í líffærafræði tíma.

Plan morgunsins endaði svona:
8:10 - vaknaði, sjúklega þreytt, hugsaði ahh fokkit, sleppi líffærafræðinni núna.
8:40 - hrökk upp, fokk! stöðumælirinn! 
Klæddi mig í snartri, henti hárinu í teygju og hljóp út með eitt abt til að borða í morgunmat
Engin sekt, fjúff! 
Mætti í líffærafræði tíma allt of seint og mér til mikils ama var einmitt skemmtilegur gestakennari að halda fyrirlestur, en ekki vanalegi kennarinn okkar. Þar með missti ég af stórum hluta sjúklega fróðlegs fyrirlesturs.
Sárabæturnar voru þó þær að ég var komin í tæka tíð til að skoða heilann sem kennarinn kom með (mætti með hann í viskustykki takk fyrir takk)!

Nú sit ég með bauga niður að nafla, hárið ljótt og ómálað fés á lesstofunni í HÍ, að mygla ofan í sálfræðibókina mína! Að auki er ég óhreyfð og ónestuð, gleði gleði. 


Heilar eru töff, það verður að segjast! Heilinn sem við skoðuðum var með merki um heilablóðfall. Ætla að vona að einn daginn verði hjúkrunarfræðinemar HÍ að skoða heilann á mér í tíma! (Ætli ég fylli bara út eyðublað??) Ekki þarf ég mikið að hugsa í moldinni svo vonandi fæ ég því framgengt.

Ætli ég þurfi ekki að halda áfram að lesa um mirror cells í manninum (ef ég skil rétt þá eru það til dæmis þær sem láta þér líða eins og það sé könguló að skríða á þér þegar að þú sérð könguló)

-K

Sunday, October 13, 2013

Minnið

Ég gæti best trúað því að frá 0-19/20 ára hafi ég hreinlega bara verið í blackouti! 
Vinkonur mínar eru alltaf að nefna eitthvað fyndið/skondið sem ég gerði þegar ég var unglingur og ég man ekki neitt af því.

Lengi vel grunaði ég að systkyni mín hefðu verið að láta mig borða málingaflögur eða sniffa lím sem barn, og því væri ég með svona hræðilegt minni (enda stoned mest alla æskuna). Þau hafa hinsvegar ekki játað neitt enn sem komið er svo ég get ekki annað en trúað þeim!

Mér finnst merkilegt hvað maður getur gleymt frábærum minningum, einhverju sem maður hló jafnvel að í fleiri, fleiri klukkutíma, en munað svo í nákvæmum smáatriðum vandræðalegustu momentin sem maður hefur upplifað.

Ég er einmitt þannig. Ég get spilað aftur og aftur einhverja minningu um asnalegann hlut sem ég sagði á djamminu þegar ég var 19 ára (og fleira sem er of vandræðalegt til að nefna á veraldarvefnum!) og svo hinsvegar man ég oft ekki hvað ég borðaði í kvöldmat daginn áður.

Ég var einmitt að lesa kafla um minnið fyrir Sálfræðitímann á föstudaginn og þar var nefnt svolítið sem kallst "childhood amnesia". Ég þjáist augljóslega af henni, en verra þykir mér að mín æsku-minnisleysi hafi varað svona langt fram eftir aldri.

Vegna þess að ég er svo gleymin, þá á ég sérstakann minningakassa sem ég set fullt af ómerkilegum hlutum sem hafa einhverja merkingu fyrir mig.

Kassinn merkilegi!

1. Reglur að ratleik sem við vorum með á Reunioninu okkar í sumar
2. "Gestabókin" úr útskriftarpartýinu mínu þegar ég útskrifaðist með B.A. í Ensku frá HÍ í fyrrasumar

1. Á þessum floppy diskum eru all svakalegar smásögur frá mér síðan að ég var krakki. Þarf að fara að komast í gamaldags tölvu og skoða þessa snilld!
2. Einu sinni spilaði ég á gítar!

1. Afmælis og jólakort
2. Sérlega fallegt afmæliskort með svakalega "fallegri" mynd af mér. 15 ára, what a teenager!
3. Ofur, ofur fallegu kortin mín


1. Miðar og armbönd að hinum ýmsu viðburðum! 50 cent, bræðslan, mýrarboltinn, hinir ýmsu Í svörtum fötum viðburði (já okei ég var fan dauðans... þá meina ég DAUÐANS), Foo Fighters, Idol ofl.
2. Skemmtileg persónuleg dagatöl sem ég hef fengið í gjafir

1. Afmæliskóróna úr einhverju afmæli hjá mér.
2. Útskriftarmyndin mín úr FSu.

1. Hræðilega vandró ljósmyndir, og krúttlegar í bland.
2. Gamlar teikningar frá mér.

1. Gömul sendibréf og teikningar frá öðrum til mín.
2. Fyrir tíð minningakassanns var minningastílabók sem ég límdi hitt og þetta inní.

1. Ljóð úr gamalli stílabók.
2. Við Íris vorum ekki að hata límimiðakassann í Smáralind á sínum tíma! Bunkinn af límimiðunum sýnir það.
3. Á tímabili fannst mér dönsk blósyrði ofurmegatöff og því voru þau prentuð út og límd í sérstaka stílabók! Annars myndi ég kannski ekkert vita hvað Røvhul þýðir!
4. Svakalegt ljóð sem ég samdi um Írisi einu sinni, meistaraverk!

1. Hinar ýmsu leikskrár að tónleikum og leikritum, handrit að leikritum sem ég hef tekið þátt í og annað skemmtilegt
2. Einu sinni ætlaði ég í Fötlunarfræði! (var búin að gleyma því, þökk sé minningakassanum rifjaðist það upp)
3. Brautskráning kandídata frá Háskóla Íslands. Dagurinn sem þetta bréf kom inn um lúguna var gleðidagur!

Læt fylgja með hið meistaralega ljóð mitt, Ljóðið um Írisi:

Íris

Með sína skrítnu dansa,
alltaf reynir í símann að ansa.
Hlær að mínu ryki,
hætti ef þvotti lyki.
Yndisleg í öllu,
ég elska mína stöllu.
Ullarsokkur í mínu hjarta,
sér alltaf það bjarta, 
því hún er stubbakakan í mínu hjarta.

Kolbrún Gunnars 2002

Jónas Hallgrímsson hvað?! Ætla hér með að skrá mig í Bandalag Íslenskra ljóðskálda. Verð í Kringlunni að árita á morgun frá 13-15!

-K