Wednesday, December 28, 2016

2016 gert upp

Heil og sæl ! 
Árið er að ganga sitt skeið og liggja mörg óuppfyllt markmið í valnum. 
Ég náði þó einu markmiði sem að ég setti mér fyrir árið, og það var að trúa betur á sjálfa mig og kunna betur að meta mig. Ég ákvað nefnilega að 2016 yrði árið sem að ég myndi rækta andlegu hliðina, virkja hæfileika mína betur og sækjast eftir því sem að mig langaði. Það er einmitt það sem að ég hef gert á þessu ári! Ég hætti að láta óttann við að mistakast hafa áhrif á gjörðir mínar og ég er mjög ánægð með andlegan þroska minn þetta árið (þó svo að ég verði alltaf 14 ára flissandi gelgja innst inni). 
Ég er nefnilega bara sú sem ég er. Ég tel mig vera mjög örugga með það hver ég er sem persóna. 
Þetta eflandi andlega sjálfstraust hefur m.a. skilað sér í betri einkunnum þetta árið, breytingu í starfi og ánægðari Kolbrúnu. Þetta er meira að segja nú þegar búið að teygja sig fram í breytingum á næsta ári (en við ræðum það betur síðar). 

Þó svo að aukakílóin hafi setist sem fastast (nokkur farið og komið aftur) þá lagði ég mikla rækt við hreyfingu þetta árið. Ég byrjaði árið á því að skrá mig í Fit&Fun hópeinkaþjálfun og þar lærði ég gríðarlega margt og það vakti mikinn lyftingar-áhuga. Spinning-hrædda/hatandi ég lét plata sig í að gefa spinning séns og öllum að óvörum fór ég að mæta í spinning marg oft í viku! Ég hef styrkt mig líkamlega og andlega og það er allt grunnvinna til þess að vera betur til þess fallin að ná mínum markmiðum. Ég veit það alveg að ég verð ekkert komin á forsíðu Women's health í lok 2017, en ég get verið nokkuð örugg um að ég muni ekki heldur vera komin í þriggja stafa tölu með súkkulaðiklíning út á kinn. 

Nokkur atriði sem að stóðu uppúr árið 2016


Ég fór í þrjár utanlandsferðir:
Portúgal



Svíþjóð

Pólland


Tvær yndislegar vinkonur gengu í það heilaga á árinu (giftust þó ekki hvor annari)




Ég borðaði ekki nammi í 99 daga!!

Ég byrjaði að taka hjúkrunarfræðinga vaktir á Sóltúni (mynd úr skurðverknámi)

Ég var Hamingjusöm


Áramótakveðjur!
-K



Monday, November 21, 2016

Heilræði Kolbrúnar: D-vítamín

Nei hææ, langt síðan síðast!
Mig langaði að gera heiðarlega tilraun til að byrja með smá heilsutips og heilræðishorn hérna á þessari undirfögru og rykföllnu bloggsíðu.
Það fyrsta sem að mig langaði að tala um var mikilvægi D-vítamíns.

Ef þú ert að lesa þetta eru ca 98% líkur á að þú búir á Íslandi. Við fáum afar takmarkaðann skammt af sól að meðaltali. Vissir þú að aðaluppspretta D-vítamíns í náttúrunni er einmitt úr sólarljósi?
Á veturnar er sólin ekki nógu og hátt á lofti hjá okkur til að D-vítamín myndist í húðinni.

Líkaminn okkar getur unnið D-vítamín úr sólarljósinu, fæðu og bætiefnum. Siðir og venjur í samfélaginu eru hinsvegar talsvert breyttar frá fyrri tímum. Við lifum hratt og tíminn er af skornum skammti. Við eyðum langflest litlum tíma úti og erum mörg löt við að borða fisk (guilty!)

Vissir þú að það eru mikil tengsl á milli D-vítamíns og krabbameins? D-vítamínskortur hefur einnig verið tengdur við fleiri langvinna sjúkdóma eins og t.d. sjálfsofnæmissjúkdóma og hjartasjúkdóma.

D-vítamínmagn undir 20ng/ml tengist við 30-50% aukningu á líkum á krabbameini í ristli, blöðruhálskritli og brjóstum. 
Veistu ekkert hvað talan 20ng/ml þýðir? Það þykir mér ekki skrítið. En til þess að viðhalda þessu magni þarftu að taka á milli 400-800 alþjóðaeiningar (skammstafað ae) af vítamíninu á dag. Hægt er að kaupa D-vítamíntöflur með misjöfnum styrkleika. Sjálf tek ég 1000ae töflur því að ég er fáranlega gleymin týpa og man eftir því að taka vítamínin mín ca 3-4 í viku.
Aðeins um 17% kvenna eru að fá uppfylltann sinn ráðlagða dagskammt á Íslandi. Finnst þér það ekki sturlað?!

En hvað gerir D-vítamín fyrir okkur?
Það gegnir mikilvægu hlutverki fyrir kalkbúskapinn í líkamanum og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði (lítið kalk = auknar líkur á beinþynningu = auknar líkur á beinbrotum = langar þig að vera gamla konan sem er aaalltaf að brotna?)
Það er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina.
Er talið geta stuðlað að auknum vöðvastyrk (I'm talking to you kraftlyftingapróteindrekkandi krúttin mín!)

Ef þú heldur að það sé kannski bara sniðugt að borða ÓTRÚLEGA MIKIÐ af D-vítamíni til að þú fáir sko heldur betur ekki krabbamein (!!!!) Þá ætla ég að biðja þig um að bakka rólega frá vítamínglasinu og lesa áfram.
D-Vítamín er nefnilega fituleysanlegt vítamín. Það þýðir að þú skilir ekki út vítamíninu ef þú tekur of mikið af því heldur safnast það upp í líkamanum og verið skaðlegt fyrir þig. S.s. BANNAÐ AÐ ÓVERDÓSA! En ef við erum að taka upp D-vítamín úr sólarljósi þá hættir húðin að taka það upp eftir 10-15 mínútur. Þess vegna færðu ekki D-vítamín eitrun af því að slæpast í sólinni á Tenerife með einn bleikann cocktail við hönd. (Þú gætir hinsvegar endað með slembifínt sortuæxli ef þú passar þig ekki, en það er kannski efni í annan pistil).

Hvaðan fáum við D-vítamín úr fæðunni?
Feitum fiski (lax, síld, silung, sardínum, lúðu), lýsi, eggjarauðum. Matvælaframleiðendur hér á landi eru margir meðvitaðir um þarfir okkar íslendinga og því er hægt að kaupa d-vítamínbætta fæðu. Fjörmjólk, stoðmjólk, d-vítamínbætt léttmjólk og svo eru sumar tegundir af jurtaolíum og smjörlíkjum sem búið er að bæta í auka D.

Mig langar að kasta fram einni sláandi staðreynd úr bókinni Máttur matarins - fæða sem forvörn:
"Rannsókn á konum sem voru með D-vítamínmagn undir 12ng/ml leiddi í ljós að þæru voru 253% líklegri en ðrar til þess að þróa með sér ristilkrabbamein á næstu 8 árum." Nei, þetta er ekki innsláttarvilla. 253%!!


Hvað eigum við að taka mikið af D-vít inn á dag?

Ef þú ert ungabarn og upp í 9 ára áttu að taka inn 10µg eða 400ae (frá 1-2 vikna)
Ef þú ert 10 ára - 70 ára áttu að taka 15µg sem samsvarar 600ae
Ef þú ert 71+ þá áttu að taka20µg sem samsvarar 800 ae

Svo ef þú tekur ekki 10ml af þorskalýsi á dag eða 600ae töflu af d vítamín þá skaltu skunda þér út í búð eða apó og kaupa annaðhvort! Ef þér finnst lýsi ógeð, þá flott! Þú tekur töflur (þær eru sko til roosa rooooosa litlar! Þær sem ég tek eru ponsulitlar og eru í brúnu glerglasi með appelsínugulum miða).

Beint í búðina meððig!

P.S. Ég hafði hugsað mér að skrifa svona pistla inná milli próflesturs (já.. ég veit ég er ótrúlega góð í að finna mér annað að gera þegar að ég á að vera að læra undir próf, en það heldur geðheilsunni gangandi :) ) Er eitthvað spes sem þið mynduð vilja lesa um hjá mér?

Ást & friður,
Kolbrún, hjúkka to be (class of 2018)



Heimildir: Lýðheilsustöð og bókin Máttur Matarins - Fæða sem forvörn eftir Unni Guðrúnu Pálsdóttur og Þórunni Steinsdóttur. 

Friday, January 29, 2016

Er detox the way to go?

Af hverju finnst sumum líkaminn vera svona óhreinn? 

Tal um detoxa, hreinsa líkamann og að "gefa meltingarfærunum pásu"... Af hverju þarftu að gefa meltingarfærunum pásu? Er ekki þeirra starf einmitt að melta? 
Ég hef einu sinni þurft að "gefa meltingarfærunum pásu" í 5 daga. En ekki var það tilraun til grenningar og útkoman sem ég sóttist eftir var ekki að fá skínandi hreinann líkama. Ég mátti ekki borða því ég var með brisbólgu og mátti ekki einu sinni fá sopa af vatni. Ef ég hefði haldið áfram að borða þá hefði ástandið versnað enn frekar. Þarna var ég með vökva í æð í 5 daga. Haldið þið að líkamanum  mínum hafi liðið vel eftir það? Aldeilis ekki. Ég hafði ekkert þrek og leið eins og ég væri gerð úr of soðnu spaghettí! Vissulega missti ég einhver kíló en talandi af reynslu get ég fullvissað ykkur um það að kílóamissir vegna fitubrennslu og hollrar fæðu lætur manni líða talsvert betur.

Master cleanser, safakúrar, detox.
Af hverju heldur þú að þú þurfir á þessu að halda? 
Ef þú ert með starfhæfa lifur og nýru þá ertu bara nokkuð "hreinn". Það á að drekka ágætis magn af vatni og markmiðið er að hafa þvagið ljóst en ekki glært. 

Það sem þú gætir hinsvegar gert til þess að hreinsa líkamann af ósækilegum efnum er að byrja að borða lífrænt ræktaða fæðu. Fæðu sem að er ekki úðuð með skordýraeitri. Það var gerð rannsókn á fjölskyldu sem að borðaði bara almenna fæðu og keypti sjaldnast eitthvað lífrænt ræktað því að það var svo dýrt. Maður skilur það nú svo sem alveg að það geti verið dýrt, sértaklega fyrir stórar fjölskyldur.
Fjölskyldan var rannsökuð og það fannst skordýraeitur, sveppaeitur og vaxtarefni fyrir plöntur í þeim. Þetta var sérstaklega hátt í börnunum, enda litlir kroppar sem þurfa minna magn til að fá mikið magn af efnum í sig. 

Eftir tvær vikur á því að borða meinhollt og lífrænt hurfu þessi efni að mestu úr þeim. 
Nú viðurkenni ég fúslega að ég er sjaldnast að borða eitthvað lífrænt ræktað og gleymi meira að segja stundum að skola ávextina. Ég er líklega stútfull af þessum efnum! En ég trúi ekki í sekúndu að safakúr muni skrúbba þessi efni úr mér. 

Annars trúi ég á "to each is his own" og ég ætla ekki að fara að bögga þig þótt að þú takir safakúr hjá Gló af og til ef þú lofar að bögga mig ekki þótt ég sleiki stundum eitruð epli. 

-K

p.s. er að spá í að endurvekja þessa síðu og henda inn pælingum, árangri ofl sem tengist lífinu. 
p.s.2. Getið líka fylgst með ræktarKolbrúnu á instragramminu mínu: kolbrunggetsfit 



Monday, September 28, 2015

25 for a day

Enn og aftur er afmælisdagurinn að renna upp. 
Èg er lukkuleg að vera mikill unnandi afmæla og að vera umfram allt afmælisprinsessa, en ekki að fríka yfir rísandi aldri. Það eru svo mikil forrèttindi að fá að vera til!
26 verð èg víst á morgun, 29.09.
Í fyrra átti èg mèr alls kyns drauma um að verða komin með þvottabretti og skornar hendur, sem hefði líklega vel getað gerst... Ef èg væri ekki svona svakalegur súkkulaði grís! Èg ætla samt ekkert að gráta mig í svefn yfir að vera ekki í sama formi og èg var í 2014... èg horfi fram á veginn og reyni bara að bæta mig. 
Èg tók mèr frí frá fjarþjálfun jan-maí en byrjaði aftur hjá Hafdísi í júní. Amen og haleluja hvað það munar svakalega að hafa prógramm og einhvern til að hvetja mann áfram. (Mæli btw með að adda henni á snap! hafdisbk, skemmtileg hjá henni snöppin) Hún hlýtur samt bráðum að fara að verða leið á mèr... Èg get svo vel gert upp á bak í matarræðinu stundum.
Èg sá samt vel hvað ég get vel gert þetta þegar að èg missti 2.1 kg á 1 viku, bara á því að mæta í ræktina 6x yfir vikuna og borða hollt (ekki 1 súkkulaðibiti takkfyrirtakk!) 


Það verður lètt kökuboð á morgun og svo gott stelpu partý á laugardag til að fagna árunum 26. 
Keypti mèr afmælisgjöf frá mèr til mín um helgina.

Að lokum ætla èg að benda meðlimum í aðdáendaklúbbi gamla góða ananas hlunksins að ananas amino energy smakkast alveg eins og hann. Þvílíkur unaður!

Læt í mèr heyra hvernig nýji aldurinn fer með mig

-K





Tuesday, May 19, 2015

Rising from the dead!

Heyjó!


Þessi fór í ræktina í dag í fyrsta sinn í þrjá mánuði.. fæ ég klapp?

Eftir svona langa ræktarpásu skil ég ekki af hverju ég hætti að nenna að mæta. Eins og þetta er djöfulli ljúft og gaman! 

Ég þarf samt að skrúbba vel til í matarræðinu. Prófum lokið og öllu náð, Tenerife over og nú er fríhafnarnammið að verða búið og kominn tími á salat og smoothies! 

Vonum að við fáum smá sweet summer í ár.

C'ya
-K


Friday, January 9, 2015

Life 2015

Ég trúi varla að 2015 sé runnið upp! 
Ég get ekki sagt að ég eigi eftir að sakna 2014 mjög mikið. 
9 dagar búnir af nýja árinu og hingað til lofar allt góðu! 
Ég komst í gegnum klásus og er því komin inn í hjúkkuna. Check engine ljósið kviknaði í Kalos, en ákvað þó að fara bara að sjálfu sér sama dag og ég fékk dásemdar fréttirnar frá hjúkrunarfræðideildinni. 

Á mánudaginn vann ég í facebook leik sem Ale Sif og Perform.is stóðu fyrir. Maður átti að skrifa niður þrjú af markmiðum sínum fyrir árið.
Þessi þrjú eru brot af því sem ég er búin að setja mer sem markmið fyrir komandi ár.
Ég var svo lukkuleg að ég vann Amino Energy og Whey lean protein ásamt tveimur hristibrúsum.
Kemur sér vel þar sem að maður er enn að rétta úr kútnum eftir fríið. Það verður gott að komast í rútínu á mánudaginn þegar að skólinn byrjar. Mæli með því að þið kíkið á bloggið hennar Ale og tjékkið á hafraklatta uppskriftunum hennar. Hún er bæði með nammidags uppskriftir og hollari útgáfur. Er alltaf á leiðinni að prófa að baka svoleiðis, en hef ekki enn komið því í verk


Fyrst að jólin eru komin og farin er hægt að fara að láta sér hlakka til sumarsins! Ég er persónulega orðin alveg hundleið á þessum snjó. 

Þetta polar úr fékk ég í jólagjöf frá elsku mömmu og pabba. Ég er alveg hrikalega ánægð með það og er alveg að elska það að sjá það "svart á hvítu" hvernig ég stóð mig á æfingu. Stundum fer ég meira að segja tvisvar á dag, bara til að fá "égerdugleg-fixið".

Sambýliskonan hún Sigrún kynnti mig fyrir þessari lífsins dýrð. Döðlur með grófu hnetusmjöri smurðu ofaná. Að kjammsa á einni svona er eins og að synda um í karamelluhnetusmjörs alsælu, í himnaríki! (allt er samt gott í hófi krakkar mínir)
Mér finnst snilld að skella tveimur svona í mig rétt áður en ég skunda á æfingu. Orkan sem maður fær úr þessu er svakaleg! Pre-workout hvað?! 

Að lokum langar mig að henda í eina árangurs mynd.
<-- 3. jan 2015
--> 1. jan 2014

Langt í land, en mikið er ég spennt fyrir ferðalaginu!

-K




Thursday, December 25, 2014

2014


2014 gert upp í myndum  

Ég byrjaði árið með þessum yndislegu vinkonum. Það var mjög gaman.. held ég!

Það var eitthvað um djamm á árinu!


Í febrúar fór þessi hópur í óvissuferð og ekki vantaði hláturinn og gleðina þar!

Við Hekla mín skelltum okkur í nudd, spa og út að borða í tilefni Valentínusardagsins. Hver þarf kæró þegar hann á bestie?

Ég skellti mér í roadtrip sama dag með þessum þremur. Í fimbulkulda gengum við upp að Seljalandsfossi og skelltum okkur ofan í Seljavallalaug eftir mikla ævintýragöngu. Þar kynntumst við 5 könum sem við síðar tróðum heitu súkkulaði og smákökum ofaní. 

Það var gríðarlega mikið unnið á árinu! 
Ég var bæði að vinna uppá 2. hæð og á 1. hæð og ekki var skortur á aukavöktunum þetta árið 
1. Mars flutti ég af Bergþórugötunni í Kjarrhólmann og fór að leigja með henni Sigrúnu.
Hér er ég búin að eignast fullt af frábærum minningum, nýja vinkonu og finnst voðalega gott að búa hérna.

Þessar kynbombur hjálpuðu til við flutningana!

Ég átti margar góðar stundir með elsku fólkinu mínu á árinu 




Þessar skelltu sér í einnar nætur útilegu á Flúðum í sumar. Það var ekki lítið hlegið í þeirri ferð!

Partý í Marklandinu

Þessar gerðust þjónar eitt kvöld

Fyrsti dollarinn minn! 









Það var víst aðeins drukkið af þessum árinu!

Í maí var ég svo dásamlega heppin að fá að leggjast inná sjúkrahús vegna briskirtilsbólgu

Mamma sæta varð sextug og það var heljarinnar veisla!

ooog svo fór ég í aðgerð í lok júní og gallblaðran var tekin. Það var ógeðslega vont
Ég fór í fyrsta sinn í Elliðarárdalinn í Júlí og krúttaði yfir mig!
Íris nældi sér í eina háskólagráðu og bauð til veislu
Það voru bílaskipti á árinu. Út með Yaris, inn með Kalos
Þessar frænkur fóru á ættarmót í sumar

Ég fór með góðum vinkonum fyrsta skiptið mitt uppá Úlfarsfell 

Ég byrjaði í einkaþjálfun í Júní hjá frábærum þjálfara og hún er aldeilis búin að halda mér við efnið!

Það var ekki lítið verslað af íþróttafötum á árinu
enda varð ég allt í einu heppin og fór að vinna í allskyns leikjum!
M.a. vann ég gjafabréf uppá 30 þús í útilíf 

Í sumar fór ég í viku frí austur á Reyðarfjörð að heimsækja Helguna mína! 
Við skelltum okkur svo á Bræðsluna 


Fórum út á sjó að veiða og ég halaði inn fiskunum


Ég fór í sleik við Jón Gnarr 

Drakk nokkra svona

Þegar við Helga vöknuðum á Laugardagsmorgninum var ókunnug stelpa sofandi undir tjaldborðinu okkar í fortjaldinu. Við leyfðum greyjinu bara að sofa áfram og þegar við vöknuðum aftur var hún horfin. Mikið hlegið að þessari huldukonu!

Svo gaman!

Ég fékk mér annað gat í sumar. Held reyndar að það sé að gróa fyrir það núna! úpsí

Við píurnar skelltum okkur í bústað í september, en vorum samt helgi of seint! 
Mikill ruglingur, mikið hlegið en allt endaði vel og við áttum frábæra bústaðar helgi.
Þessar dömur skemmtu sér rosalega vel á Árshátið Sóltúns

Það var mikið lært á haustönninni og ég held ég hafi aldrei lært jafn mikið á ævinni!
Enda með frábærar stelpur með mér í Study-bjór group! 

Stundum var geðheilsan orðin ansi lítil eftir mikla vinnutörn og gríðarlegt lesefni. En ég lét þetta ekki á mig fá og núna hef ég lokið 5 prófum af og bíð spennt eftir því hvort að ég komist í gegnum Klásus!

Heklan mín var auðvitað mín stoð og stytta þetta ár sem önnur. Það er ómetanlegt að eiga einn svona sálufélaga, bara símtal í burtu!

Enn eitt árið, enn eitt afmælið! Mér þykir nú ekki leiðinlegt að eiga afmæli og hélt uppá það þrefalt! 

Yngsta barnabarnið með ömmu og afa í afmælisboði

Fjölskyldan er það dýrmætasta sem maður á. Hér erum við mamma í góðum Selfie-fíling
Ekki var árið laust við sorg. Þessi fallega, yndislega og skemmtilega kona fór frá okkur og vakir nú yfir okkur öllum. Betri ömmu væri ekki hægt að hugsa sér!

Ég tók blóðprufu í annað skipti á árinu! Ég er natural talent blóðsuga
Guðdóttirin Alma Rut varð tveggja ára


Þetta gerðist! 


Við Lilja í jólapartýinu í Marklandi

Góðar vinkonur í jólapartý 

Jólin voru yndisleg, hér eru Hulda og Kleó að knúsast

Við Hekla unnum aðfangadagskvöld í Sóltúni og það gekk bæði vel og var bara ekki eins hræðilegt og ég bjóst við. Ég kom nú samt heim til mömmu og pabba um miðnætti og reif í mig tvær sneiðar af eðal kjöti!

Ég fékk möndluna í ár. Mikil lukka framundan býst ég við


Elsku vinir, vandamenn og mögulega fólk sem ég þekki ekki neitt,
takk fyrir 2014 og megi 2015 verða hundrað sinnum betra! 

Ekki drekka of mikið á gamlárs og skemmtið ykkur vel í áramótapartýunum!

-K