Friday, January 9, 2015

Life 2015

Ég trúi varla að 2015 sé runnið upp! 
Ég get ekki sagt að ég eigi eftir að sakna 2014 mjög mikið. 
9 dagar búnir af nýja árinu og hingað til lofar allt góðu! 
Ég komst í gegnum klásus og er því komin inn í hjúkkuna. Check engine ljósið kviknaði í Kalos, en ákvað þó að fara bara að sjálfu sér sama dag og ég fékk dásemdar fréttirnar frá hjúkrunarfræðideildinni. 

Á mánudaginn vann ég í facebook leik sem Ale Sif og Perform.is stóðu fyrir. Maður átti að skrifa niður þrjú af markmiðum sínum fyrir árið.
Þessi þrjú eru brot af því sem ég er búin að setja mer sem markmið fyrir komandi ár.
Ég var svo lukkuleg að ég vann Amino Energy og Whey lean protein ásamt tveimur hristibrúsum.
Kemur sér vel þar sem að maður er enn að rétta úr kútnum eftir fríið. Það verður gott að komast í rútínu á mánudaginn þegar að skólinn byrjar. Mæli með því að þið kíkið á bloggið hennar Ale og tjékkið á hafraklatta uppskriftunum hennar. Hún er bæði með nammidags uppskriftir og hollari útgáfur. Er alltaf á leiðinni að prófa að baka svoleiðis, en hef ekki enn komið því í verk


Fyrst að jólin eru komin og farin er hægt að fara að láta sér hlakka til sumarsins! Ég er persónulega orðin alveg hundleið á þessum snjó. 

Þetta polar úr fékk ég í jólagjöf frá elsku mömmu og pabba. Ég er alveg hrikalega ánægð með það og er alveg að elska það að sjá það "svart á hvítu" hvernig ég stóð mig á æfingu. Stundum fer ég meira að segja tvisvar á dag, bara til að fá "égerdugleg-fixið".

Sambýliskonan hún Sigrún kynnti mig fyrir þessari lífsins dýrð. Döðlur með grófu hnetusmjöri smurðu ofaná. Að kjammsa á einni svona er eins og að synda um í karamelluhnetusmjörs alsælu, í himnaríki! (allt er samt gott í hófi krakkar mínir)
Mér finnst snilld að skella tveimur svona í mig rétt áður en ég skunda á æfingu. Orkan sem maður fær úr þessu er svakaleg! Pre-workout hvað?! 

Að lokum langar mig að henda í eina árangurs mynd.
<-- 3. jan 2015
--> 1. jan 2014

Langt í land, en mikið er ég spennt fyrir ferðalaginu!

-K




No comments:

Post a Comment