Friday, June 6, 2014

Af hverju ég elska Þorlákshöfn #4

Ég elska Þorlákshöfn vegna þess að þar er hægt að fá ungur vinnu í humri/fiski og þar lærði ég að vinna!
Það lærir enginn að vinna með því að hanga á hrífunni í unglingavinnunni. 
Að vinna 12-17 klst vinnudag 6 daga vikunnar er það sem kenndi manni að hard work sé bara skemmtileg. 
Yfirmaðurinn minn í dag segir líka alltaf að hún ráði Þorlákshafnarbúa án umhugsunar, við séum nefnilega öll svo ofboðslega dugleg og samviskusöm!
Það eru frábær meðmæli að vera úr Þorlákshöfn.
-K

Fitspiration

Smá pepp í tilefni þess að mig langar ógeðslega mikið að sleppa ræktinni í dag og fara bara beint í sund að tana.
Ræktin er samt bara ca 1,5 klst af deginum, það þýðir ekki annað en að drulla sér bara! 














 Varla til meiri pepp til að fara í ræktina en bossinn á Margréti Gnarr! 
-K






Thursday, June 5, 2014

Af hverju ég elska Þorlákshöfn #3

Ég elska Þorlákshöfn útaf því að þar er krúttlegasta ellimannahverfi allra tíma!
Á Mánabraut búa amma og afi. Þau eiga bestu nágranna sem nokkur getur hugsað sér.
Í elló hverfinu býr mesti nágrannakærleikur sem fyrirfinnst á jarðríki.
Þau lærðu fyrir löngu að lifa eftir þeim orðum að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir.
Í Þorlákshöfn vil ég eyða elliárunum.


-K

Wednesday, June 4, 2014

Af hverju ég elska Þorlákshöfn #2


Sundlaugin!

       Í heita pottinum í notalegustu sundlaug landsins eru líkurnar á að maður lendi á spjalli mjög miklar.  
Í Þorlákshöfn er fólki nefnilega ekki alveg sama um hvort annað. 
     Ef ég fer í sund ein í Reykjavík talar enginn við mig, því í Reykjavík telst fólk sem talar við aðra sem þeir þekkja ekki, sem hálf skrítið lið! 
Ég hef marg oft orðið vitni af hróka samræðum sem hafa átt sér stað á milli ókunnugra í elsku Þorlákshöfn og enginn kippir sér upp við það. 
Þorlákshöfn = Vinalegasti bær landsins?
Skelltu þér nú í sund í höfninni, við erum með góða útilaug, fínar rennibrautir, heita potta, vaðlaug og frábæra innilaug fyrir barnafólkið.
-K

Tuesday, June 3, 2014

Afhverju ég elska Þorlákshöfn # 1

Nú hefur verið skorað á alla Þorlákshafnarbúa að taka sig saman og gera lista með 10 atriðum yfir það af hverju það sé gott að búa í Þorlákshöfn.

Ég ætla að sjálfsögðu að leggja mitt af mörkum.

Ég fór á Hafnardaga ballið heima í Þorlákshöfn á laugardaginn og skemmti mér konunglega! 
Ég var edrú vegna þess að ég þurfti að fara að vinna kl 8 á sunnudagsmorgninum svo ég gat tekið extra vel eftir því hvernig ballið fór fram. Gleðin var algjörlega ríkjandi og ég held hreinlega að það hafi ekki verið skeifa á neinum ballfaranum.

Þegar að ég var nýkomin á dansgólfið hnippti í mig kona sem ég svo sem veit alveg hver er, en hef lítið sem ekkert talað við í gegnum tíðina. Hún sagði við mig hvað hún væri glöð að ég væri orðin hraust aftur og að mörgum í Þorlákshöfn hafi hreinlega ekki staðið á sama á tímabili yfir þessum veikindum hjá mér. 
Mikið fannst mér það dásamlegt að vita það að svo margir hafi hugsað til mín.

Ég skora á ÞIG að deila á facebook eða skrifa um á blogginu þínu af hverju þú elskar Þorlákshöfn
-K