Tuesday, June 3, 2014

Afhverju ég elska Þorlákshöfn # 1

Nú hefur verið skorað á alla Þorlákshafnarbúa að taka sig saman og gera lista með 10 atriðum yfir það af hverju það sé gott að búa í Þorlákshöfn.

Ég ætla að sjálfsögðu að leggja mitt af mörkum.

Ég fór á Hafnardaga ballið heima í Þorlákshöfn á laugardaginn og skemmti mér konunglega! 
Ég var edrú vegna þess að ég þurfti að fara að vinna kl 8 á sunnudagsmorgninum svo ég gat tekið extra vel eftir því hvernig ballið fór fram. Gleðin var algjörlega ríkjandi og ég held hreinlega að það hafi ekki verið skeifa á neinum ballfaranum.

Þegar að ég var nýkomin á dansgólfið hnippti í mig kona sem ég svo sem veit alveg hver er, en hef lítið sem ekkert talað við í gegnum tíðina. Hún sagði við mig hvað hún væri glöð að ég væri orðin hraust aftur og að mörgum í Þorlákshöfn hafi hreinlega ekki staðið á sama á tímabili yfir þessum veikindum hjá mér. 
Mikið fannst mér það dásamlegt að vita það að svo margir hafi hugsað til mín.

Ég skora á ÞIG að deila á facebook eða skrifa um á blogginu þínu af hverju þú elskar Þorlákshöfn
-K


No comments:

Post a Comment