Wednesday, June 4, 2014

Af hverju ég elska Þorlákshöfn #2


Sundlaugin!

       Í heita pottinum í notalegustu sundlaug landsins eru líkurnar á að maður lendi á spjalli mjög miklar.  
Í Þorlákshöfn er fólki nefnilega ekki alveg sama um hvort annað. 
     Ef ég fer í sund ein í Reykjavík talar enginn við mig, því í Reykjavík telst fólk sem talar við aðra sem þeir þekkja ekki, sem hálf skrítið lið! 
Ég hef marg oft orðið vitni af hróka samræðum sem hafa átt sér stað á milli ókunnugra í elsku Þorlákshöfn og enginn kippir sér upp við það. 
Þorlákshöfn = Vinalegasti bær landsins?
Skelltu þér nú í sund í höfninni, við erum með góða útilaug, fínar rennibrautir, heita potta, vaðlaug og frábæra innilaug fyrir barnafólkið.
-K

No comments:

Post a Comment