Friday, June 6, 2014

Af hverju ég elska Þorlákshöfn #4

Ég elska Þorlákshöfn vegna þess að þar er hægt að fá ungur vinnu í humri/fiski og þar lærði ég að vinna!
Það lærir enginn að vinna með því að hanga á hrífunni í unglingavinnunni. 
Að vinna 12-17 klst vinnudag 6 daga vikunnar er það sem kenndi manni að hard work sé bara skemmtileg. 
Yfirmaðurinn minn í dag segir líka alltaf að hún ráði Þorlákshafnarbúa án umhugsunar, við séum nefnilega öll svo ofboðslega dugleg og samviskusöm!
Það eru frábær meðmæli að vera úr Þorlákshöfn.
-K

No comments:

Post a Comment