Saturday, August 30, 2014

Pestó Kjúlli

Einn af mínum uppáhaldskjúklingaréttum er pestó kjúlli!
Hann tekur enga stund og þú prumpar regnbogum eftir að hafa borðað hann.

Hráefnið er ósköp auðvelt:

Kjúklingabringur eftir fjölda matargesta
1 krukka rautt pestó
1 krukka grænt pestó
Tómatar
Fetaostur
Kjúllinn skorinn og steiktur á pönnu (ekki steikja hann alveg í gegn, bara næstum!)
Hann er svo settur í eldfast mót og pestóinu blandað útá. Ef tvær bringur eru notaðar þarf ekki að nota allt pestóið í krukkunni (fer þó auðvitað eftir týpu og stærð krukkunnar). Hrærið þessu saman og stráið smá fetaosti yfir (reyna að setja ekki of mikið af olíu með þar sem að næg olía er í pestóinu). 
Kirsuberjatómatar skornir til helminga og raðað ofaná. 
Inn í ofn í ca 15-20 mín.

Mér finnst voðalega gott að hafa ofnbakaðar sætar kartöflur með. 
Skerið sæta kartöflu (magn eftir matargestum) niður í teninga, setjið smá olíu yfir og örlítið af pipar. 
Þegar þær eru tilbúnar þykir mér gott að mylja yfir þær örlítið af sjávarsalti.


Borðið og njótið! 
-K

Heilsusíður

Ég er mikið í því að skoða heilsusíður á facebook og instagram.
Ég "followa" allt of mikið af síðum á instagram þar sem hvatning og innblástur er í forgangi. 
Önnur hver mynd sem ég skoða er af einhverri píu með þvottabretti og kúlurass!
Ein af mínum uppáhalds facebook síðum er Fitubrennsla.is
Þar keppist hún Telma við að setja inn hollar uppskriftir af booztum og eftirréttum, millimálum og kvöldverðum ásamt því að deila með almenningi æfingaplönum sem hægt er að framkvæma heima.



Önnur síða sem ég skoða reglulega er Heilshugar. Upphafið var þannig að par ákvað að breyta um lífsstíl og héldu úti facebook síðu meðfram því. Nú eru þau komin í matvælaframleiðslu og framleiða allskyns sniðug millimál sem hentugt er að grípa með sér. Frábær fróðleikur á þessari síðu og ýmislegt góðgæti í hollari kantinum.


Skoðið og njótið !
-K

Friday, August 29, 2014

Oreo Ostakaka

Næsta vigtun og mælingar hjá mér eru á mánudaginn! 
Annaðhvort er það besta eða versta hugmynd allra tíma að hafa vigtun á mánudegi.
Fitubollunni í mér dauðlangar að gera eina Oreo Ostaköku um helgina og njóta ásta með henni.
Uppskriftin er fengin hjá Kristínu Dís vinkonu og ég vil hér með þakka henni fyrir að bera alfarið ábyrgð á aukakilóunum hjá mér.
Æ, okei…
ég gæti átt eitt eða tvö þarna inni á milli! 


Botn: 32 oreo kex (2 kassar) og 80 gr brætt smjör
Fylling: 400 gr rjómaostur
4 dl flórsykur
1 tsk vanilludropar
4 dl þeyttur rjómi 

Kexið mulið og smjöri blandað við. Sett í botninn á móti og fínt að setja aðeins inn í frysti á meðan að fyllingin er græjuð.
Rjóminn er þeyttur í eina skál
Flórsykrinum, rjómaostinum og vanilludropunum er blandað saman í aðra skál, annaðhvort í hrærivél eða með handþeytara. 
Blöndurnar tvær eru hrærðar rólega saman

Hættulega góð kaka. Borðist á eigin ábyrgð!

Því miður kann ég enga holla útgáfu af þessari dásemd, enda má sumt bara vera óhollt í friði.

Njótið!
-K


Thursday, August 28, 2014

Opið hús

Hey þú!
Það er opið hús í Reebok Fitness á laugardaginn.
Ertu forvitin/nn um stöðina og langar að athuga hvað hún hefur uppá að bjóða? Skelltu þér á staðinn!
Um að gera að prófa tækjasalinn eða skella sér í einhverja af þessum nýju og spennandi tímum.
Sjálf ætla ég í ZumbaStep og svo beint yfir í HotBody. 
Bíð spennt að sjá hvernig tímar þetta eru. Kannski verða þeir mitt nýja uppáhalds!


Mér hefur aldrei liðið jafn vel í neinni rækt eins og í Reebok, það er sannkallað home away from home! 
Hresst fólk, skemmtilegir þjálfarar og allir æfa með bros á vör.

-K

Tuesday, August 26, 2014

Inspiration


Vigtun og mælingar 1. sept og ég veit ekkert hvort eitthvað smjör sé búið að leka af mér. Ég held þó ótrauð áfram og vonast eftir því besta! 

Smá inspiration 











Ein af Rebel Wilson úti að skokka. Því það er fátt fyndnara en Rebel og hún er ein af þeim fáu sem kunna að meta sjálfa sig. 

Þessi rækt ræktar sig ekki sjálf!
Þangað til næst
-K

Monday, August 25, 2014

Slæmur dagur og áskorun

Áskorun síðustu viku fór bara nokkuð vel og ég held ég hafi náð að koma amk smá grænmeti inn á alla daga. 

Gærdagurinn var erfiður. Ég fór að djamma og svaf í 3 klst, mætti svo í vinnu á 16 klst vakt.
Basically var þetta uppskrift að slæmum degi! Ég var þreytt og gleymdi að hafa með mér nesti svo að Sóltúns óhollustan gleypti mig! 
Ég borðaði það holla sem ég fann en svo datt ég í kökurnar sem voru í kaffinu. Súkkulaðiterta, jarðaberjarúlluterta og einhver önnur gúrme góð súkkulaðikaka. Jesús! 
Þegar að ég kom heim í gærkvöldi búin á því með bauga niður að hnjám, var ég buguð af samviskubiti! 

Það er eitt sem ég skil hreinlega ekki. Mig langar voðalega oft í eitthvað sætt (enda nammigrís á háu fíklastigi!) en svo þegar að maður lætur undan og fær sér þá líður manni vel í þær 5 mín sem maður er að jappla á góðgætinu, svo kikkar inn það að líkamanum finnst þetta ekkert gott og sykurinn og ógeðið sem er í þessu fer beint í vanlíðan, andlegann og líkamlegann.
Ég virðist þó vera voðalega fljót að gleyma og endurtek þetta again and again.

Ég þoli bara ekki hversu mikið óhollusta er inni í mikið af því skemmtilega sem maður gerir.
Að kíkja niður í bæ með vinkonum (áfengi til staðar)
Að fara út að borða (hægt að velja hollustu en oft velur maður nú bara það sem hugurinn girnist)
Að horfa á mynd með vinum (alltaf þarf að vera eitthvað að jappla á)
Að kíkja ísrúnt (dásamleg hefð en fer ekkert sérlega vel í línurnar á mér)

Nú þarf ég bara að fara að bjóða í grænmetis og ávaxta partý! 
Ekki kokteil kvöld heldur smoothie kvöld
Allir eiga slæma daga af og til.
Eftir góðann nætursvefn vaknaði ég fersk og mallaði mér hafragraut.
Dagurinn verður svo tekinn í slökun og rækt. 
Er búin að vera að vinna svo mikið undanfarið að ég hef ekki komist í þá tíma sem mig hefur langað til. 
Mér þykir svo gaman að kíkja í Zumba, cardio fit eða hot yoga samhliða lyftingunum.

Í dag ætla ég að fara að lyfta og í Zumba tíma.
Ég ætti kannski bara að nýta carb load gærdagsins til hins fyllsta og kíkja í Hot yoga líka! 

Áskorun Vikunnar er nefnilega að fara fjórum sinnum í Hot Yoga í vikunni til viðbótar við lyftinga og brennsluæfingarnar.

Skólinn byrjar á miðvikudaginn. Nú er að duga eða drepast og láta allt ganga upp. 
Skóli, 40% vinna, ræktin og hollt matarræði.

Þangað til næst! 
-K