Áskorun síðustu viku fór bara nokkuð vel og ég held ég hafi náð að koma amk smá grænmeti inn á alla daga.
Gærdagurinn var erfiður. Ég fór að djamma og svaf í 3 klst, mætti svo í vinnu á 16 klst vakt.
Basically var þetta uppskrift að slæmum degi! Ég var þreytt og gleymdi að hafa með mér nesti svo að Sóltúns óhollustan gleypti mig!
Ég borðaði það holla sem ég fann en svo datt ég í kökurnar sem voru í kaffinu. Súkkulaðiterta, jarðaberjarúlluterta og einhver önnur gúrme góð súkkulaðikaka. Jesús!
Þegar að ég kom heim í gærkvöldi búin á því með bauga niður að hnjám, var ég buguð af samviskubiti!
Það er eitt sem ég skil hreinlega ekki. Mig langar voðalega oft í eitthvað sætt (enda nammigrís á háu fíklastigi!) en svo þegar að maður lætur undan og fær sér þá líður manni vel í þær 5 mín sem maður er að jappla á góðgætinu, svo kikkar inn það að líkamanum finnst þetta ekkert gott og sykurinn og ógeðið sem er í þessu fer beint í vanlíðan, andlegann og líkamlegann.
Ég virðist þó vera voðalega fljót að gleyma og endurtek þetta again and again.
Ég þoli bara ekki hversu mikið óhollusta er inni í mikið af því skemmtilega sem maður gerir.
Að kíkja niður í bæ með vinkonum (áfengi til staðar)
Að fara út að borða (hægt að velja hollustu en oft velur maður nú bara það sem hugurinn girnist)
Að horfa á mynd með vinum (alltaf þarf að vera eitthvað að jappla á)
Að kíkja ísrúnt (dásamleg hefð en fer ekkert sérlega vel í línurnar á mér)
Nú þarf ég bara að fara að bjóða í grænmetis og ávaxta partý!
Ekki kokteil kvöld heldur smoothie kvöld
Allir eiga slæma daga af og til.
Eftir góðann nætursvefn vaknaði ég fersk og mallaði mér hafragraut.
Dagurinn verður svo tekinn í slökun og rækt.
Er búin að vera að vinna svo mikið undanfarið að ég hef ekki komist í þá tíma sem mig hefur langað til.
Mér þykir svo gaman að kíkja í Zumba, cardio fit eða hot yoga samhliða lyftingunum.
Í dag ætla ég að fara að lyfta og í Zumba tíma.
Ég ætti kannski bara að nýta carb load gærdagsins til hins fyllsta og kíkja í Hot yoga líka!
Áskorun Vikunnar er nefnilega að fara fjórum sinnum í Hot Yoga í vikunni til viðbótar við lyftinga og brennsluæfingarnar.
Skólinn byrjar á miðvikudaginn. Nú er að duga eða drepast og láta allt ganga upp.
Skóli, 40% vinna, ræktin og hollt matarræði.
Þangað til næst!
-K