Saturday, August 30, 2014

Heilsusíður

Ég er mikið í því að skoða heilsusíður á facebook og instagram.
Ég "followa" allt of mikið af síðum á instagram þar sem hvatning og innblástur er í forgangi. 
Önnur hver mynd sem ég skoða er af einhverri píu með þvottabretti og kúlurass!
Ein af mínum uppáhalds facebook síðum er Fitubrennsla.is
Þar keppist hún Telma við að setja inn hollar uppskriftir af booztum og eftirréttum, millimálum og kvöldverðum ásamt því að deila með almenningi æfingaplönum sem hægt er að framkvæma heima.



Önnur síða sem ég skoða reglulega er Heilshugar. Upphafið var þannig að par ákvað að breyta um lífsstíl og héldu úti facebook síðu meðfram því. Nú eru þau komin í matvælaframleiðslu og framleiða allskyns sniðug millimál sem hentugt er að grípa með sér. Frábær fróðleikur á þessari síðu og ýmislegt góðgæti í hollari kantinum.


Skoðið og njótið !
-K

No comments:

Post a Comment