Saturday, December 28, 2013

Partýhús óskast!

Það sem ég gæfi fyrir að eiga heima í partý hæfri íbúð! 
Langar svakalega mikið að halda bilað áramótapartý (í anda Ljósheimapartýanna góðu). 
Ég held hinsvegar að það myndist enginn sérlegur stemmari í mínum 25fm. Max 10 manns gætu verið í því frábæra teiti (12 ef einhver er til í að djamma inni á klósetti!)
Elsku Ljósheimar 11 var hin fullkomna íbúð fyrir partý pinna og við Hekla söknum þeirra allt of mikið.
Ég er nokkuð viss um að nágrannar okkar sakni okkar hinsvegar ekki mikið. Við Hekla vorum nefnilega haugar hauganna og settum ekki nafnið okkar á bjölluna niðri fyrr en fyrir útflutningspartýið okkar og árs búsetu. Í 11 mánuði hétum við Guðmundur. Fullu gestirnir okkar mundu það frekar illa og ákváðu oftast að hringja einhverri bjöllu sem innihélt kvenmanns nafn. 
Guðmundur var ansi skondinn. Hann skildi eftir kælibox fullt af allskyns ógeði, og stól. Hann skildi einnig eftir náttsloppinn sinn, dúkkuvagn og rassafýlu!

Ljósheimapartýin voru mörg, fjölmenn og frábær! 

Sambýliskonurnar í góðum gír að horfa á CSI

Þetta forláta kælibox og stóll fylgdu með íbúðinni

Innihaldið, þarna lentum við í lukkupottinum! 

Sambýliskonurnar á leiðinni út á lífið, að sjálfsögðu fyrirpartý í Ljósheimum. 

Mér sýnist áramótin stefna í það að vinna til kl 23 og fara svo heim í náttfötin. Mér heyrist að allir séu í sama gír í höfninni svo það er óþarfi að keyra þangað til þess að skríða upp í rúm. Ég held samt enn í vonina um að fá boðskort í brjálað áramótateiti! 

-K

ps. 3 dagar eftir af 2013, whaat ?!

Wednesday, December 25, 2013

Jólagleði

Ó þið elsku jól! 
Það sem ég er búin að hafa það gott hérna í elsku Þorlákshöfn með fjölskyldunni. 
Ég er búin að vera á beit síðan að ég kom hingað á Þorláksmessu. Hér með er ég þó hætt að borða þangað til á nýju ári! Ég var að koma úr jólaboði frá Ömmu og Afa og fór aftur að borðinu þrisvar sinnum að éta meira. Maður er ekki í lagi! 
Nú er ég með salt og sykur bauga niður að pjöllu og bólgna fætur. Nú skal þambað vatn og fastað út árið.

Við fjölskyldan brugðum á leik í gærkvöldi og ákváðum að taka mynd til að sýna okkar innri Jólalúða.
Við hreinlega elskum jólin! 

Nú er mamma að reyna að kenna hannyrða fötluðu dóttur sinni að hekla dúllur því mig langar svo að búa til heklað rúmteppi. Ætli það sé ekki bara áramótaheit að klára rúmteppið fyrir 2015 (ekki býst ég við að ég sé fljótari að því en heilt ár).

Gleðileg Jól elsku vinir og vandamenn, kunnugir og ókunnugir! 
Verið góð við hvort annað og látum okkur líða vel 

-K