Það sem ég gæfi fyrir að eiga heima í partý hæfri íbúð!
Langar svakalega mikið að halda bilað áramótapartý (í anda Ljósheimapartýanna góðu).
Ég held hinsvegar að það myndist enginn sérlegur stemmari í mínum 25fm. Max 10 manns gætu verið í því frábæra teiti (12 ef einhver er til í að djamma inni á klósetti!)
Elsku Ljósheimar 11 var hin fullkomna íbúð fyrir partý pinna og við Hekla söknum þeirra allt of mikið.
Ég er nokkuð viss um að nágrannar okkar sakni okkar hinsvegar ekki mikið. Við Hekla vorum nefnilega haugar hauganna og settum ekki nafnið okkar á bjölluna niðri fyrr en fyrir útflutningspartýið okkar og árs búsetu. Í 11 mánuði hétum við Guðmundur. Fullu gestirnir okkar mundu það frekar illa og ákváðu oftast að hringja einhverri bjöllu sem innihélt kvenmanns nafn.
Guðmundur var ansi skondinn. Hann skildi eftir kælibox fullt af allskyns ógeði, og stól. Hann skildi einnig eftir náttsloppinn sinn, dúkkuvagn og rassafýlu!
Ljósheimapartýin voru mörg, fjölmenn og frábær!
Sambýliskonurnar í góðum gír að horfa á CSI
Þetta forláta kælibox og stóll fylgdu með íbúðinni
Innihaldið, þarna lentum við í lukkupottinum!
Sambýliskonurnar á leiðinni út á lífið, að sjálfsögðu fyrirpartý í Ljósheimum.
Mér sýnist áramótin stefna í það að vinna til kl 23 og fara svo heim í náttfötin. Mér heyrist að allir séu í sama gír í höfninni svo það er óþarfi að keyra þangað til þess að skríða upp í rúm. Ég held samt enn í vonina um að fá boðskort í brjálað áramótateiti!
-K
ps. 3 dagar eftir af 2013, whaat ?!
No comments:
Post a Comment