Ó þið elsku jól!
Það sem ég er búin að hafa það gott hérna í elsku Þorlákshöfn með fjölskyldunni.
Ég er búin að vera á beit síðan að ég kom hingað á Þorláksmessu. Hér með er ég þó hætt að borða þangað til á nýju ári! Ég var að koma úr jólaboði frá Ömmu og Afa og fór aftur að borðinu þrisvar sinnum að éta meira. Maður er ekki í lagi!
Nú er ég með salt og sykur bauga niður að pjöllu og bólgna fætur. Nú skal þambað vatn og fastað út árið.
Við fjölskyldan brugðum á leik í gærkvöldi og ákváðum að taka mynd til að sýna okkar innri Jólalúða.
Við hreinlega elskum jólin!
Nú er mamma að reyna að kenna hannyrða fötluðu dóttur sinni að hekla dúllur því mig langar svo að búa til heklað rúmteppi. Ætli það sé ekki bara áramótaheit að klára rúmteppið fyrir 2015 (ekki býst ég við að ég sé fljótari að því en heilt ár).
Gleðileg Jól elsku vinir og vandamenn, kunnugir og ókunnugir!
Verið góð við hvort annað og látum okkur líða vel
-K
No comments:
Post a Comment