"Celebrate good times, come on!"
Þessi dásemdar texti af þessu gleðilega lagi er búinn að óma í hausnum á mér í allann dag. Enda er þetta dagur sem má sannarlega fagna.
Próflok!
Ó þessi unaðslegi dagur.
Bless þú bölvaði próflestur, bless kyrrseta og hallóóó heimur!
Það hefur svo gríðarlega margt gerst síðan að ég leit síðast við hérna.
Okei, þetta var lygi. Það hefur ekki nokkur skapaður hlutur gerst nema nammiát, próflestur og einkaþjálfun.
Einkaþjálfunin er búin að halda geðheilsunni í nægu jafnvægi til að halda mér frá Kleppi. Ljósi punkturinn í lífinu var að fá að láta Hafdísi sparka í rassinn á mér þrisvar í viku. Núna á ég bara þrjá tíma í einkó eftir en held áfram í fjarþjálfun hjá henni. Ég er alls ekki hætt, en ég gæti helst trúað að ég þurfi að fara að taka auka klukkutíma brennslu daglega því að ég var að uppgötva þetta:
Lindt súkkó með ögn, bara ögn af sjávarsalti!
Ef þú hefur einhvertíman efast um að það sé til Guð mun þetta fá þig til að trúa!
Ég get þó huggað mig við það að þarf ansi margar svona plötur til þess að ég verði jafn mikill blöðruselur og ég var fyrir ári!
Frá súkkó yfir í sigur, þá er ég bara nokkuð ánægð með muninn á milli Júní og Nóvembers.
Ég veit alveg að ég hefði getað staðið mig betur á þessu tímabili, en ég er líka að passa að sprengja ekki limitið.
Nú ætla ég að dusta restina af lærdóms strokleðurs-kuskinu úr rúminu mínu, skríða undir sæng með súkkulaðið mitt og horfa á eitthvað skemmtilegt, samviskubits-free!
-K