Monday, June 9, 2014

Af hverju ég elska Þorlákshöfn #5-10

#5 
Það er ekkert opið eftir kl 22, þannig að ef að maður er í nammiþörf og ætlar sér að þrauka, þá þarf maður bara að halda í sér til tíu. Í höfuðborginni eru allt of margar 24/7 búllur.
#6
Það að vera úr Þorlákshöfn tengir mann sérstökum böndum við aðra Þorlákshafnarbúa. Það vita allir hverjir allir eru.
#7
Það er svo risa stór hluti af Þorlákshöfn sem er íþróttalega sinnaður. Þar eru nánast fleiri einkaþjálfarar en íbúar. Það er endalaust pepp að sjá hvað margir hafa gaman af þessu og alltaf virðist bætast í hópinn af þeim sem hreyfa sig reglulega í hinum ýmsu tímum.
#8 
Bærinn er líka mjög tónlistarlega sinnaður. Annað hvort er maður að læra á hljóðfæri eða æfa íþrótt, jah eða bæði! Það eru nokkrir kórar starfandi og lúðrasveitin okkar er í einu orði dásamleg! Það er mjög skapandi að búa í höfninni. 
#9
Í veikindum ömmu minnar höfum við fjölskyldan og amma fengið frábærar viðtökur hjá heilbrigðisstarfsfólkinu í Þorlákshöfn. Þó svo að það mætti vera hjúkrunarheimili eða sambærileg aðstaða til staðar, hafa þau leyst mjög vel úr öllu sem hefur komið uppá.
#10
Í Þorlákshöfn býr allt fólkið mitt. Ég hef kynnst endlaust af frábæru fólki, á dásamlegar vinkonur sem fylgt hafa mér í gegnum árin og við höfum þekkst síðan í leikskóla! Það er alltaf gott að geta sest upp í bíl og keyrt burt frá borgarstressinu, beint í faðminn til fjölskyldunnar. 
-K