Wednesday, December 11, 2013

Kæri Jóli

Á óskalistanum í ár trónir efst 
Þessi fallega, glæra, Ittala Mariskál
Ég á nokkrar Ittala skálar, 1 stóra og svo nokkrar af minni gerðinni. Þær eru allar litaðar (og ofurfallegar) en þessi fallega, plain bjútíbomba á hug minn allann þessa dagana. 
Nágranni minn á Bergþórugötunni á nefnilega svona og alltaf þegar ég er að fara að ganga úr bílnum og inn í hús þá blasir þessi sæta skál við mér í glugganum í húsinu við hliðiná mér. 
Fæst til dæmis í Líf og List

Númer tvö á óskalistanum er svo stærri íbúð svo að ég geti haft alla fallegu hlutina mína uppi við (ekki fasta í kössum í skúrnum hjá mömmu og pabba).
Fæst vonandi einhversstaðar! Ef þið heyrið um ódýra leiguíbúð þar sem ég þarf ekki að sofa við hliðiná ísskápnum mínum megið þið endilega vera í bandi.

Númer þrjú er heilsugrill. Mig vantar svona snilld því  ég er ekki með bakarofn og ég er búin að ákveða að kjúklingur bragðist frábærlega úr svona tæki! (svo get ég eiginlega ekki steikt mikið á pönnu heima hjá mér nema ég vilji lykta eins og kvöldmaturinn næstu vikur)

Mig langar líka í svona spilara til að tengja iphone-inn í. Ekkert fancy, bara eitthvað sem nægir til að blasta í partýum!

Eitthvað fallegt armband frá BOX

Mest langar mig samt í slökun, kærleika og gæðastundir með fólkinu mínu

-K
P.s. var að adda like takka við færslurnar mínar þannig að like away my friends! 


11.12.13

Í dag þætti mér vel við hæfi að eitthvað stórkostlega skemmtilegt myndi gerast! 
Dagsetningin í dag er 11.12.13 og eins og planið er í dag fer dagurinn í prófalestur, svo ég er ekki viss um að það gerist eitthvað svakalegt í dag.
Ég er sukker fyrir skemmtilegum dagsetningum.
10.10.10 varð ég til dæmis guðmóðir í fyrsta sinn (meira að segja í öðru veldi) þar sem að tvíburadætur bróður míns voru skríðar þá.

Því  miður er ég of sein til að ansi margt geti orðið að veruleika í dag. 
Ég er til dæmis of sein til að:
-Eignast barn
-Trúlofast
-Giftast

Það er enn séns á að ég geti fengið bónorð í dag samt, kannski ef ég færi að djamma í kvöld, á þessu fína miðvikudagskvöldi, myndi ég mögulega getað fundið einhvern svakalega skrítinn og fullann til að biðja mín. 
Mig hinsvegar langar ekkert rosalega í miðvikudagsdjamm, langar ekki að trúlofast miðbæjarróna og finnst ágætt að búa bara ein svo að ég verð víst bara að sætta mig við að ef eitthvað af þessu gerist á minni lífsleið þá verður það bara á hverdagslegum og venjulegum dagsetningum. Það eru svo sem ekki nema einhver 88 ár í að dagsetningin 01.01.01 komi aftur! (vonum að ég verði langlíf, 112 ára krumpuskutla)

Allir sem hafa tök á því að gera eitthvað stórkostlega eftirminnilegt í kvöld ættu að drífa í því! 
Finndu pössun fyrir krakkana, og bjóddu ástinni þinni á deit. Ef það er ekki nógu og eftirminnilegt að fara á gott surprise deit þá er alltaf möguleikinn á að skottast út í Adam og Evu og kaupa eins og eina kynlífsrólu! Það yrði líklega asni eftirminnilegt kvöld. 

Ég býst við að ég muni njóta ásta í kvöld með marengs toppunum sem ég bakaði í gær þar sem að þeir eru ómótstæðilega góðir! Ég er samt alltaf opin fyrir góðum tilboðum 
-K


Monday, December 9, 2013

Sundlaugar-nektar-atvikið

Ég fór að hugsa um daginn hvernig "nektar atvik" hafa elt mig í gegnum tíðina! 
Kannski ég sé alltaf að lenda í einhverju svona því ég sé ekki nógu og spéhrædd? Kannski er alheiminum illa við mig. Hver veit!?
Núna nýlega hefur það verið "gegnsæja bikiní atvikið" og "dyrabjöllu-sturtu atvikið".
Árið 2008 lenti ég í svipað skemmtilegu atviki sem er eiginlega samblanda af þessu tvennu.
Það var nefnilega þannig að einn vetrar morgun fórum við Hulda systir í sund í nýju sundlaugina í Þorlákshöfn. Það var enn verið að vinna að hinu og þessu í byggingunni og verkamenn að vesenast í kringum laugina. 
Við Hulda fórum síðan uppúr lauginni eftir dágóða stund. Þegar að ég var búin í sturtu og búin að þurrka mér gerði ég eins og 90% stelpna gera og setti hárið á mér uppí handklæðasnúning. Ég heyri einhvern blístra og lít við, þá stendur þar vinnumaður með hendur í vösum, stoppar í nokkrar sekúndur (of margar að mínu mati) og snýr svo bara við og labbar aftur út.
Þarna stóð ég nakin, frosin af undrun og náði ekkert að skýla nekt minni. Þessi umræddi vinnumaður sem ég sem betur fer þekki ekki neitt hafði ekki einu sinni fyrir því að segja "úps fyrirgefðu".
Ég vissi eiginlega ekki hvort ég ætti að fara að hlæja eða vera miður mín, en ég ákvað að hlæja bara að þessu enda tek ég það ekkert allt of alvarlega þótt einhver sjái á mér berann botninn. 
Það sem fór hinsvegar mest í taugarnar á mér var þegar að ég sagði sundlaugarverðinum frá þessu. Svarið sem ég fékk var "já okei, svona getur gerst þegar að það eru menn að vinna í húsinu". 
Eins og ég hefði óvart stigið á skrúfjárn! 
Umræddur handklæðasnúningur

Ekki veit ég hvað þessi maður var að gera í fullkláruðum kvennaklefa á þessum annars ágæta degi, en líklega var það mér að kenna að hafa farið í sund á þessum degi.

Er ég ein í að lenda í svona rugli? Eða er enn verið að refsa mér fyrir að múna svona oft á bíla á leiðinni til Reykjavíkur þegar að við stelpurnar vorum nýkomnar með bílpróf? (ef þetta er refsingin þá er hún þess virði, þessi mún voru hilarious!)

-NakiðK

Sunday, December 8, 2013

Ljósadýrð loftin gyllir

Er eitthvað betra á köldum desember kvöldum en að kveikja á fullt af kertum, slökkva ljósin og njóta flöktandi birtunnar?


Svona er kommóðan mín núna, yndislegt!

Hér eru nokkrar fleiri kósý myndir til að ylja sálinni:









-K