Saturday, October 5, 2013

Some days

Sumir dagar eru bara meira þreytandi en aðrir!
Þessi er tekin eftir aðeins of mikinn lærdóm í vikunni. Heilinn á mér var hættulega nálægt því að vella út um eyrun á þessari stundu! 
Ég vildi óska að ég gæti drukkið kaffi án þess að líða eins og ég sé að drekka blöndu af öskubakka, olíu og rassi! Amino Energy virkar ekki neitt á mig, held ég þurfi að fara að snorta kókaín til að komast í gegnum allt námið!

Að öðru að þá er ég farin að halda að draumaheimurinn minn sé andsetinn! Dreymdi í nótt að ég hefði drepið einn ónefndann aðila og borðað hann í staðinn fyrir hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld! Það komst bara upp að þetta væri ekki svínahryggur því hann var ekki nægilega saltur, síðan eyddi ég restinni af draumnum í að flýja! Eðlilegt eða hvað?! Held að ég þurfi að finna prest til að særa út þessa klikkuðu drauma mína. Finn án djóks ennþá bragðið af mannakjötinu uppí mér.

Það er vinnu-,lærdóms- og ræktarhelgi í gangi! Það sem ég hlakka nú til að vakna kl 7 í fyrramálið til að glósa í líffærafræðinni, Gleði :) 

-K

Thursday, October 3, 2013

Grási og fleira


Elsku Grási, litli yarisinn minn. Hann er augljóslega með tourette, enda með aukahljóð fyrir allann peninginn! Ég keypti hann 13 ára gamlann, fékk rosalega flottar beyglur í kaupbæti! Hann er með sortuæxli (ryðbletti) og er núna líklega orðinn það gamall að hann er farinn að missa þvag. Eða sko, hann lekur einhversstaðar! Það vantar þéttikant á aðra hurðina og útkoman að því er blautt teppi afturí farþegamegin. Dísös!

Krúttlega ljótur er hann samt og hann kemur mér á milli A og B, svo ekki kvarta ég!

Hinsvegar í fréttum af meistaramánuðinum góða þá floppaði ég algjörlega fyrsta daginn! FYRSTA! Fór ekki í ræktina og fékk mér súkkulaði. En, ég hef ákveðið að þurrka 1. október 2013 algjörlega úr minninu, enda tók ég 2. október með trompi og hlunkaðist í ræktina. Svo er ég alltaf búin að búa um rúmið mitt svo að það er major afrek fyrir luffu eins og mig!

Þetta á hinsvegar ekkert að verða meistaramánuðs blogg, enda fátt leiðinlegra en að lesa um ræktarferðir og kjúklingabringuát annara, á facebook sem og á bloggum! 

Er núna við það að andast í 180 mínútna tíma í heimspekilegum forspjallavísindum (meira að segja nafnið er leiðinlegt!) 

Hef ekkert skemmtilegt að segja, enda fimmtudagar óendanlega leiðinlegir dagar í lífi Kolbrúnar!

Hér fáið þið mynd af sjúklega hamingjusömum hvolpi í staðinn:


Ókeibæ
-K

Monday, September 30, 2013

Meistari í mánuð

Á morgun hefst heill mánuður af meistarastælum hjá fullt af íslendingum!

Ég er í þessum hópi og sem meistarinn sem ég er (verð/ætla að reyna að verða), þá stilli ég klukkuna á klukkan 6 fyrir morgundaginn, því þá ætla ég að skunda í ræktina. 
Dagurinn á morgun verður frekar langur, rækt fyrir skóla, skóli 8:20-14:00 og vinna 15:30-23:30. 
Sem sagt eðaldagur til að starta mánuðinum með! Sjáum til hvort að markmiðið að vera hamingjusöm eigi eftir að vera í gildi þegar klukkan hringir á morgun, eða þegar ég dröslast heim á gráu dósinni (sem lekur by the way!) úr vinnunni, en ég geri mitt besta!

Er officially skráð í fjarþjálfun hjá Háfit (árs fjarþjálfun á 5 þúsund kall, segi ekki nei við því!)
Nú skal lífið massað!


Markmið morgundagsins: 
-Vakna kl 6
-Búa um minn helming af rúminu (s.s. Kiddi verður líklega ennþá sofandi)
-Fara í ræktina
-Fara í skólann
-Fara í vinnuna
-Lifa daginn af með bros á vör


Læt fylgja með mynd af meistara ketti
-K