Á morgun hefst heill mánuður af meistarastælum hjá fullt af íslendingum!
Ég er í þessum hópi og sem meistarinn sem ég er (verð/ætla að reyna að verða), þá stilli ég klukkuna á klukkan 6 fyrir morgundaginn, því þá ætla ég að skunda í ræktina.
Dagurinn á morgun verður frekar langur, rækt fyrir skóla, skóli 8:20-14:00 og vinna 15:30-23:30.
Sem sagt eðaldagur til að starta mánuðinum með! Sjáum til hvort að markmiðið að vera hamingjusöm eigi eftir að vera í gildi þegar klukkan hringir á morgun, eða þegar ég dröslast heim á gráu dósinni (sem lekur by the way!) úr vinnunni, en ég geri mitt besta!
Er officially skráð í fjarþjálfun hjá Háfit (árs fjarþjálfun á 5 þúsund kall, segi ekki nei við því!)
Nú skal lífið massað!
Markmið morgundagsins:
-Vakna kl 6
-Búa um minn helming af rúminu (s.s. Kiddi verður líklega ennþá sofandi)
-Fara í ræktina
-Fara í skólann
-Fara í vinnuna
-Lifa daginn af með bros á vör
Læt fylgja með mynd af meistara ketti
-K
No comments:
Post a Comment