Sumir dagar eru bara meira þreytandi en aðrir!
Þessi er tekin eftir aðeins of mikinn lærdóm í vikunni. Heilinn á mér var hættulega nálægt því að vella út um eyrun á þessari stundu!
Ég vildi óska að ég gæti drukkið kaffi án þess að líða eins og ég sé að drekka blöndu af öskubakka, olíu og rassi! Amino Energy virkar ekki neitt á mig, held ég þurfi að fara að snorta kókaín til að komast í gegnum allt námið!
Að öðru að þá er ég farin að halda að draumaheimurinn minn sé andsetinn! Dreymdi í nótt að ég hefði drepið einn ónefndann aðila og borðað hann í staðinn fyrir hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld! Það komst bara upp að þetta væri ekki svínahryggur því hann var ekki nægilega saltur, síðan eyddi ég restinni af draumnum í að flýja! Eðlilegt eða hvað?! Held að ég þurfi að finna prest til að særa út þessa klikkuðu drauma mína. Finn án djóks ennþá bragðið af mannakjötinu uppí mér.
Það er vinnu-,lærdóms- og ræktarhelgi í gangi! Það sem ég hlakka nú til að vakna kl 7 í fyrramálið til að glósa í líffærafræðinni, Gleði :)
-K
No comments:
Post a Comment