Thursday, October 3, 2013

Grási og fleira


Elsku Grási, litli yarisinn minn. Hann er augljóslega með tourette, enda með aukahljóð fyrir allann peninginn! Ég keypti hann 13 ára gamlann, fékk rosalega flottar beyglur í kaupbæti! Hann er með sortuæxli (ryðbletti) og er núna líklega orðinn það gamall að hann er farinn að missa þvag. Eða sko, hann lekur einhversstaðar! Það vantar þéttikant á aðra hurðina og útkoman að því er blautt teppi afturí farþegamegin. Dísös!

Krúttlega ljótur er hann samt og hann kemur mér á milli A og B, svo ekki kvarta ég!

Hinsvegar í fréttum af meistaramánuðinum góða þá floppaði ég algjörlega fyrsta daginn! FYRSTA! Fór ekki í ræktina og fékk mér súkkulaði. En, ég hef ákveðið að þurrka 1. október 2013 algjörlega úr minninu, enda tók ég 2. október með trompi og hlunkaðist í ræktina. Svo er ég alltaf búin að búa um rúmið mitt svo að það er major afrek fyrir luffu eins og mig!

Þetta á hinsvegar ekkert að verða meistaramánuðs blogg, enda fátt leiðinlegra en að lesa um ræktarferðir og kjúklingabringuát annara, á facebook sem og á bloggum! 

Er núna við það að andast í 180 mínútna tíma í heimspekilegum forspjallavísindum (meira að segja nafnið er leiðinlegt!) 

Hef ekkert skemmtilegt að segja, enda fimmtudagar óendanlega leiðinlegir dagar í lífi Kolbrúnar!

Hér fáið þið mynd af sjúklega hamingjusömum hvolpi í staðinn:


Ókeibæ
-K

No comments:

Post a Comment