Saturday, September 28, 2013

Korter í áttrætt?

28. september... Það þýðir bara eitt fyrir lífið sem ég, ég er að verða 24 ára á morgun! Síðan að ég varð tvítug hefur mig alltaf bara langað að vera tvítug. 20 er flott tala og góður aldur, ég bið ekki um meira! Hinsvegar hefur víst lífið sinn gang og núna eru 4 ár síðan að ég hélt upp á Rokkþema-afmælið mitt á Kirkjuteig15. Ég veit ekki hvernig lífið verður þegar ég verð 25 ára, en ég plana að a) liggja á sólarströnd b) vera í h&m í einhverju landi með 20 poka c) halda RISA partý
Mikið hlakka ég líka til að hætta að vera oddatölu-gömul! 24 er miklu fallegri tala en 23 (enda slétt tala). 

(Já fyrir utan niðurtalningssýki er ég víst með plan-sýki og er á móti oddatölum að auki(nema 9, 29 og 89, ætli þær sleppi ekki!))

Í kvöld verður gleði afmælis fiesta og að sjálfsögðu þema partý að ósk afmælisbarnsins! Ég hef hinsvegar aðeins of mikið að gera fyrir lífið í dag. Fara í ríkið, fara í búðina, baka köku, þrífa húsið, skipta á rúminu (fyrir næturgesti partýsins), skreyta, blanda bollu og ef að er einhver smuga á að læra þá þyrft ég að henda því inn í. 
Á morgun ætla ég hinsvegar ekki að gera rassgat! Sofa út, fara út að borða á 73 (bestu hamborgarar á Íslandi) og læra ekki staf. Gott plan!


Eitt stk tvítug dama!

Það er gaman að bregða á leik í Þorlákshöfn með góðum vinum. Þegar þessar myndir voru teknar var laugardagskvöldi eytt í tæplega 7 km göngu og endað í heita pottinum (ekki með alkahól við hönd, þvílíkar bindindismanneskjur!)

Ó elsku Þorlákshöfn! Tekið á fallegum haustdegi. Vantar bara einmanna konu, sitjandi á steinunum að stara á hafið

Góðar vinkonur eru ómetanlegar og ég er svo heppin að eiga nokkrar yndislegar! Kristín Dís komst að því að hún er jafn flott með gleraugun á hvolfi eins og með þau rétt, og svo fundu Hekla og Stína fallegann gúmmíhanska á bryggjunni, þvílíkur fundur! Augljóslega eru þær búnar að selja hanskann á morðfjár

Hinsvegar er Meistaramánuðurinn Október að snara sér hratt að ráslínunni og ég er orðin spennt! Fór í ræktina í gær til að athuga hvort ég væri ekki örugglega til í þetta, og hvort ég er! Er með svo massívar harðsperrur í neðri útlimum og Gluteus Maximus að ég þakka Guði fyrir að ég ætli mér ekki að vera í hælum í kvöld! 

-Næstum24áraK

Tuesday, September 24, 2013

Niðurtalningarsýki og annað

Ég er ein af þeim sem er niðurtalningar-óð!
Ég stend sjálfa mig að því að telja niður í ALLS konar hluti. T.d. þarf ég alltaf að athuga af og til hvað ég á margar bls eftir af því sem ég er að lesa eða mörg dæmi eftir. "Ahh ég á bara 10 blaðsíður eftir, flott!" eða það sem er oftar: "fokk á helv***s 50 bls eftir". 

"ahhh bara x klst eftir af vaktinni" Er eitthvað sem ég heyrist segja MJÖG oft! (sorry þið sem ég er að vinna með)

Ég tel niður í afmælið mitt (5 dagar), afmælið hans kidda (169), Jólin (91), alls kyns hátiðardaga, hvað það eru margir dagar í næstu vakt hjá mér og svo lengi mætti telja!

Til dæmis eru bara 7 dagar í að Meistaramánuðurinn hefjist! (jah, 6 ef við teljum ekki þennann með)

Ég var að hugsa í dag hver markmiðin mín væru fyrir mánuðinn. 

Til dæmis vil ég mæta í ræktina minnst 5 sinnum í viku. 


Ég vil alltaf vakna klukkan 7 á virkum dögum þótt ég þurfi ekki að fara strax í skólann. 

Læra eins mikið og ég get, og vera ekki að pirrast út í það, heldur njóta þess að ég sé að læra.

Ekki drekka (nema mööögulega eitt skipti því það er Árshátíð hjá Sóltúni)

Borða hollt

Njóta lífsins

Vera hamingjusöm

Ég veit svo sem ekki hvort það séu einhver fleiri markmið sem ég vil ná í Október, en ef þið hafið einhvern viðbjóðslegann ávana sem ég þyrfti að hætta eða góðar tillögur að markmiði megið þið endilega deila því með mér. Ath ætla samt ekki að hætta að bora í nefið, það er bara ekki séns!

-K

P.s. FOKK verð 24 ára eftir 5 daga! Má það?