Ég er ein af þeim sem er niðurtalningar-óð!
Ég stend sjálfa mig að því að telja niður í ALLS konar hluti. T.d. þarf ég alltaf að athuga af og til hvað ég á margar bls eftir af því sem ég er að lesa eða mörg dæmi eftir. "Ahh ég á bara 10 blaðsíður eftir, flott!" eða það sem er oftar: "fokk á helv***s 50 bls eftir".
"ahhh bara x klst eftir af vaktinni" Er eitthvað sem ég heyrist segja MJÖG oft! (sorry þið sem ég er að vinna með)
Ég tel niður í afmælið mitt (5 dagar), afmælið hans kidda (169), Jólin (91), alls kyns hátiðardaga, hvað það eru margir dagar í næstu vakt hjá mér og svo lengi mætti telja!
Til dæmis eru bara 7 dagar í að Meistaramánuðurinn hefjist! (jah, 6 ef við teljum ekki þennann með)
Ég var að hugsa í dag hver markmiðin mín væru fyrir mánuðinn.
Til dæmis vil ég mæta í ræktina minnst 5 sinnum í viku.
Ég vil alltaf vakna klukkan 7 á virkum dögum þótt ég þurfi ekki að fara strax í skólann.
Læra eins mikið og ég get, og vera ekki að pirrast út í það, heldur njóta þess að ég sé að læra.
Ekki drekka (nema mööögulega eitt skipti því það er Árshátíð hjá Sóltúni)
Borða hollt
Njóta lífsins
Vera hamingjusöm
Ég veit svo sem ekki hvort það séu einhver fleiri markmið sem ég vil ná í Október, en ef þið hafið einhvern viðbjóðslegann ávana sem ég þyrfti að hætta eða góðar tillögur að markmiði megið þið endilega deila því með mér. Ath ætla samt ekki að hætta að bora í nefið, það er bara ekki séns!
-K
P.s. FOKK verð 24 ára eftir 5 daga! Má það?

No comments:
Post a Comment