Á óskalistanum í ár trónir efst
Þessi fallega, glæra, Ittala Mariskál.
Ég á nokkrar Ittala skálar, 1 stóra og svo nokkrar af minni gerðinni. Þær eru allar litaðar (og ofurfallegar) en þessi fallega, plain bjútíbomba á hug minn allann þessa dagana.
Nágranni minn á Bergþórugötunni á nefnilega svona og alltaf þegar ég er að fara að ganga úr bílnum og inn í hús þá blasir þessi sæta skál við mér í glugganum í húsinu við hliðiná mér.
Fæst til dæmis í Líf og List
Númer tvö á óskalistanum er svo stærri íbúð svo að ég geti haft alla fallegu hlutina mína uppi við (ekki fasta í kössum í skúrnum hjá mömmu og pabba).
Fæst vonandi einhversstaðar! Ef þið heyrið um ódýra leiguíbúð þar sem ég þarf ekki að sofa við hliðiná ísskápnum mínum megið þið endilega vera í bandi.
Númer þrjú er heilsugrill. Mig vantar svona snilld því ég er ekki með bakarofn og ég er búin að ákveða að kjúklingur bragðist frábærlega úr svona tæki! (svo get ég eiginlega ekki steikt mikið á pönnu heima hjá mér nema ég vilji lykta eins og kvöldmaturinn næstu vikur)
Mig langar líka í svona spilara til að tengja iphone-inn í. Ekkert fancy, bara eitthvað sem nægir til að blasta í partýum!
Eitthvað fallegt armband frá BOX
Mest langar mig samt í slökun, kærleika og gæðastundir með fólkinu mínu
-K
P.s. var að adda like takka við færslurnar mínar þannig að like away my friends!
No comments:
Post a Comment