Monday, December 9, 2013

Sundlaugar-nektar-atvikið

Ég fór að hugsa um daginn hvernig "nektar atvik" hafa elt mig í gegnum tíðina! 
Kannski ég sé alltaf að lenda í einhverju svona því ég sé ekki nógu og spéhrædd? Kannski er alheiminum illa við mig. Hver veit!?
Núna nýlega hefur það verið "gegnsæja bikiní atvikið" og "dyrabjöllu-sturtu atvikið".
Árið 2008 lenti ég í svipað skemmtilegu atviki sem er eiginlega samblanda af þessu tvennu.
Það var nefnilega þannig að einn vetrar morgun fórum við Hulda systir í sund í nýju sundlaugina í Þorlákshöfn. Það var enn verið að vinna að hinu og þessu í byggingunni og verkamenn að vesenast í kringum laugina. 
Við Hulda fórum síðan uppúr lauginni eftir dágóða stund. Þegar að ég var búin í sturtu og búin að þurrka mér gerði ég eins og 90% stelpna gera og setti hárið á mér uppí handklæðasnúning. Ég heyri einhvern blístra og lít við, þá stendur þar vinnumaður með hendur í vösum, stoppar í nokkrar sekúndur (of margar að mínu mati) og snýr svo bara við og labbar aftur út.
Þarna stóð ég nakin, frosin af undrun og náði ekkert að skýla nekt minni. Þessi umræddi vinnumaður sem ég sem betur fer þekki ekki neitt hafði ekki einu sinni fyrir því að segja "úps fyrirgefðu".
Ég vissi eiginlega ekki hvort ég ætti að fara að hlæja eða vera miður mín, en ég ákvað að hlæja bara að þessu enda tek ég það ekkert allt of alvarlega þótt einhver sjái á mér berann botninn. 
Það sem fór hinsvegar mest í taugarnar á mér var þegar að ég sagði sundlaugarverðinum frá þessu. Svarið sem ég fékk var "já okei, svona getur gerst þegar að það eru menn að vinna í húsinu". 
Eins og ég hefði óvart stigið á skrúfjárn! 
Umræddur handklæðasnúningur

Ekki veit ég hvað þessi maður var að gera í fullkláruðum kvennaklefa á þessum annars ágæta degi, en líklega var það mér að kenna að hafa farið í sund á þessum degi.

Er ég ein í að lenda í svona rugli? Eða er enn verið að refsa mér fyrir að múna svona oft á bíla á leiðinni til Reykjavíkur þegar að við stelpurnar vorum nýkomnar með bílpróf? (ef þetta er refsingin þá er hún þess virði, þessi mún voru hilarious!)

-NakiðK

No comments:

Post a Comment