Í dag þætti mér vel við hæfi að eitthvað stórkostlega skemmtilegt myndi gerast!
Dagsetningin í dag er 11.12.13 og eins og planið er í dag fer dagurinn í prófalestur, svo ég er ekki viss um að það gerist eitthvað svakalegt í dag.
Ég er sukker fyrir skemmtilegum dagsetningum.
10.10.10 varð ég til dæmis guðmóðir í fyrsta sinn (meira að segja í öðru veldi) þar sem að tvíburadætur bróður míns voru skríðar þá.
Því miður er ég of sein til að ansi margt geti orðið að veruleika í dag.
Ég er til dæmis of sein til að:
-Eignast barn
-Trúlofast
-Giftast
Það er enn séns á að ég geti fengið bónorð í dag samt, kannski ef ég færi að djamma í kvöld, á þessu fína miðvikudagskvöldi, myndi ég mögulega getað fundið einhvern svakalega skrítinn og fullann til að biðja mín.
Mig hinsvegar langar ekkert rosalega í miðvikudagsdjamm, langar ekki að trúlofast miðbæjarróna og finnst ágætt að búa bara ein svo að ég verð víst bara að sætta mig við að ef eitthvað af þessu gerist á minni lífsleið þá verður það bara á hverdagslegum og venjulegum dagsetningum. Það eru svo sem ekki nema einhver 88 ár í að dagsetningin 01.01.01 komi aftur! (vonum að ég verði langlíf, 112 ára krumpuskutla)
Allir sem hafa tök á því að gera eitthvað stórkostlega eftirminnilegt í kvöld ættu að drífa í því!
Finndu pössun fyrir krakkana, og bjóddu ástinni þinni á deit. Ef það er ekki nógu og eftirminnilegt að fara á gott surprise deit þá er alltaf möguleikinn á að skottast út í Adam og Evu og kaupa eins og eina kynlífsrólu! Það yrði líklega asni eftirminnilegt kvöld.
Ég býst við að ég muni njóta ásta í kvöld með marengs toppunum sem ég bakaði í gær þar sem að þeir eru ómótstæðilega góðir! Ég er samt alltaf opin fyrir góðum tilboðum
-K
No comments:
Post a Comment