Monday, December 16, 2013

Óður til jólafrísins


Ó þúú, enginn elskar eins og þú! 
Það er líklega fátt sem gefur jafn góða tilfinningu og þegar að maður gengur úr síðasta prófinu sínu, eftir að hafa gengið vel. 
Nú taka við tveir dagar af leti, þangað til að vinnutörnin byrjar. Það sem ég hlakka mikið til að þurfa ekki að spá í hver kom með hvaða kenningu, hvernig vefjagerð er hvar í líkamanum, hver framkvæmdi hvaða tilraun, efnaskipti í líkamanum og prótein!
Þegar að þetta er ritað er klukkan 10:57 og þessi brenglaði námsmaður er með kreivíngs í Meat&Cheese pizzu frá Domma! Hversu sjúkt? 
Verst er að ég er búin að pakka öllum jólagjöfum inn og skrifa á jólakortin (þetta fóru lærdómspásurnar góðu í). Ég held ég eigi ekkert annað eftir en mitt árlega laugarvegsrölt og kakódrykkju. 
Ég fékk góða þrjá klukkutíma í svefn í nótt svo það verður tekið daginn í lúr aldarinnar og slökun. 
Ætli jólafríið muni ekki einkennast af jólamyndaglápi, smákökum, svefni og vinnu í bland. Það sem ég gæfi nú samt fyrir að komast á góða jolatónleika. 

ég á það sameiginlegt með þessum félaga að vera í Christmas vacation! 

Þið sem eruð í fríi, njótið! 
Þið hin, verið slök, það er alveg að koma að þessu, 8 dagar í jólin vúhúú!

Vonandi eru allir jafn spenntir og þessi gamli vinur

-K



No comments:

Post a Comment