Wednesday, December 18, 2013

If I were a boy

Stundum væri ég alveg til í að vera strákur! 
Þið getið verið í rónni, þetta eru ekki niðurdrepandi skrif beind að óréttlæti í mismunandi líkamsstarfssemi karla og kvenna, né launamismun kynjanna.
Stundum væri ég nefnilega til í að vera strákur vegna þess að þeir komast nánast upp með það að kaupa sér nýja sokka við hundgömul föt og þá líta þeir út eins og George Clooney! 
Oftast er það þannig hjá okkur að ef við kaupum nýjann kjól þá fylgja með kaup á nýjum sokkabuxum, eyrnalokkum, skóm og jafnvel tösku. Ég veit að strákar eru takmarkað að spá í því í hverju við erum, enda klæðum við okkur ekki upp fyrir þá, við klæðum okkur upp fyrir aðrar stelpur (og auðvitað fyrir okkur sjálfar).
Mér þykir fátt jafn skemmtilegt á karlmönnum eins og slaufa. Slaufur geta poppað skemmtilega upp á t.d. plain skyrtur. Ný slaufa og strákarnir eru vel settir fyrir hátíðirnar!

Ég rakst á þessar skemmtilega klikkuðu en jafnframt (að mínu mati) ótrúlega flottu slaufur hvorki meira né minna en í Hagkaup! 
Þessi væri flott á áramótunum

so cute!

Ég hugsa að ég fari í jólaköttinn og kaupi mér ekki einu sinni nýjar sokkabuxur! Ég á allt of mikið af kjólum svo ég hef ákveðið að vera bara í einhverju "gömlu". Ég ætla að eyða jólunum hjá mömmu og pabba í gömlu góðu Þorlákshöfn en gamlárskvöld verð ég að vinna til kl 23. Hvað ég geri eftir það er óráðið, hvort það verði djamm eða heim að sofa veit ég hreinlega ekki! Ég held það sé eitthvað lítið um að vera í höfninni á áramótunum í djammgeiranum svo ég hugsa ég haldi mig bara við Reykjavíkina. 

Vonandi eru allir búnir í jólainnkaupunum og þurfa ekki að standa í kílómetra löngu röðunum sem myndast hafa í Kringlunni og Smáralindinni. Skrapp í gær að kaupa viðbót við tvær gjafir og missti örlítið vitið í leiðinni. 

6 dagar til jóla!
-K


No comments:

Post a Comment