Næsta vigtun og mælingar hjá mér eru á mánudaginn!
Annaðhvort er það besta eða versta hugmynd allra tíma að hafa vigtun á mánudegi.
Fitubollunni í mér dauðlangar að gera eina Oreo Ostaköku um helgina og njóta ásta með henni.
Uppskriftin er fengin hjá Kristínu Dís vinkonu og ég vil hér með þakka henni fyrir að bera alfarið ábyrgð á aukakilóunum hjá mér.
Æ, okei…
ég gæti átt eitt eða tvö þarna inni á milli!
Botn: 32 oreo kex (2 kassar) og 80 gr brætt smjör
Fylling: 400 gr rjómaostur
4 dl flórsykur
1 tsk vanilludropar
4 dl þeyttur rjómi
Kexið mulið og smjöri blandað við. Sett í botninn á móti og fínt að setja aðeins inn í frysti á meðan að fyllingin er græjuð.
Rjóminn er þeyttur í eina skál
Flórsykrinum, rjómaostinum og vanilludropunum er blandað saman í aðra skál, annaðhvort í hrærivél eða með handþeytara.
Blöndurnar tvær eru hrærðar rólega saman
Hættulega góð kaka. Borðist á eigin ábyrgð!
Því miður kann ég enga holla útgáfu af þessari dásemd, enda má sumt bara vera óhollt í friði.
Njótið!
-K

No comments:
Post a Comment