Saturday, August 30, 2014

Pestó Kjúlli

Einn af mínum uppáhaldskjúklingaréttum er pestó kjúlli!
Hann tekur enga stund og þú prumpar regnbogum eftir að hafa borðað hann.

Hráefnið er ósköp auðvelt:

Kjúklingabringur eftir fjölda matargesta
1 krukka rautt pestó
1 krukka grænt pestó
Tómatar
Fetaostur
Kjúllinn skorinn og steiktur á pönnu (ekki steikja hann alveg í gegn, bara næstum!)
Hann er svo settur í eldfast mót og pestóinu blandað útá. Ef tvær bringur eru notaðar þarf ekki að nota allt pestóið í krukkunni (fer þó auðvitað eftir týpu og stærð krukkunnar). Hrærið þessu saman og stráið smá fetaosti yfir (reyna að setja ekki of mikið af olíu með þar sem að næg olía er í pestóinu). 
Kirsuberjatómatar skornir til helminga og raðað ofaná. 
Inn í ofn í ca 15-20 mín.

Mér finnst voðalega gott að hafa ofnbakaðar sætar kartöflur með. 
Skerið sæta kartöflu (magn eftir matargestum) niður í teninga, setjið smá olíu yfir og örlítið af pipar. 
Þegar þær eru tilbúnar þykir mér gott að mylja yfir þær örlítið af sjávarsalti.


Borðið og njótið! 
-K

No comments:

Post a Comment